Aukinn áhugi er meðal ökumanna að ná sér í kerruréttindi þessa dagana (BE réttindi).
Þeir sem tóku bílprófið, B réttindi, fyrir 15. ágúst 1997 fengu sjálfkrafa B og BE réttindi.
B réttindi:
Réttindi til að aka bifreið sem er skráð að hámarki 3500 kg að heildarþyngd og draga eftirvagn að auki sem er skráður að hámarki 750 kg að heildarþyngd.
B réttindi:
Gefa að auki réttindi til að aka bifreið og eftirvagn sem eru samtals 3500 kg að skráðri heildarþyngd.
BE réttindi:
Gefa réttindi til að aka bifreið sem er skráð að hámarki 3500 kg að heildarþyngd og draga eftirvagn að auki sem er skráður að hámarki 3500 kg að heildarþyngd.
Leyfð heildarþyngt bifreiðar og eftirvagns er því alls 7000 kg.
ATH óheimilt er að draga þyngri eftirvagn en bifreiðin má draga. Í skráningarskírteini bílsins kemur fram hversu þungan eftirvagn bifreiðin má draga.
Þann 12. október 2019 hélt Landsbjörg ráðstefnuna Slysavarnir, þar sem ökukennarinn Þórður Bogason hélt fyrirlestur um viðhorfsmótun ungra ökumanna.
Fyrirlesturinn var 43 mínútur að lengd og hægt er að sjá hann hér.
Vegna banns heilbrigðisráðherra er ökukennurum óheimilt að sinna verklegri ökukennslu þar sem nálægð er minna en 2 metrar milli kennara og nemanda.
Bannið tekur gildi frá og með miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 24. mars.
Ökuskóli 3 hefur lokað á námskeið frá og með mánudeginum 23. mars þar til aðstæður breytast.
Ökupróf
Verkleg próf falla niður frá og með þriðjudeginum 24. mars en unnt verður að halda bóklegum prófum áfram þar til annað kemur í ljós.
Þar sem allir eru að spá í hvað við ökukennarar eigum að gera á þessum COVID-19 tímum þá viljum við benda á:
Varðandi kennslu útí bíl þá eru hlutirnir ekki nægjanlega á hreinu. Við mælum með að ökukennarar kynni sér fyrirmæli stjórnvalda um samkomubann
Hvað getum við gert?
Athuga þarf að sum efni s.s. spritt geta skemmt innréttingu s.s. leður.
Viðbragðsaðilar nota Oxivir til sótthreinsunar leðurinnréttinga í bílum.
Það er öllum í sjálfsvald sett hvort þeir halda áfram kennslu eða taka hlé. Við viljum benda þeim ökukennurum sem eru komnir á efri ár og/eða eru haldnir undirliggjandi sjúkdómum að huga sérstaklega vel að sér.
Í nýjum umferðalögum 2019/77 er tóku gildi 1. janúar sl. er skýrt tekið fram að óheimilt sé að hefja kennsluakstur fyrr en nemandi er búin að sækja um ökuskírteini og fá námsheimild.
Fyrir bílprófið (B-flokk) má gefa út námsheimild 12 mánuðum fyrir 17 ára afmælið. Það er því hægt að sækja um ökuskírteini á 16 ára afmælisdaginn.
Umferðalög 2019/77
67. gr. Kennsluakstur.
Þann 6. desember síðastliðinn voru 27 nýir ökukennarar útskrifaðir frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þetta er annar hópurinn sem útskrifast úr ökukennaranámi til almennra ökuréttinda frá Endurmenntun HÍ. Námið er þriggja missera nám til 30 ECTS eininga.
Ökukennarafélag Íslands óskar nýjum ökukennurum til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar í starfi.
Skemmtiferð Ökukennarafélags Íslands var farin nú í lok september og tóku 25 ökukennarar og þeirra makar þátt. Flogið var til München fimmtudaginn 19. september en ekið var í gegnum fjögur lönd í ferðinni. Byrjað var á að aka til Austurríkis og gist í litlum bæ við Bodensee sem heitir Bregenz.
Daginn eftir var ekið í gegnum Sviss og Alpana til Mílanó og þar var byrjað á að skoða Alfa Romeo safnið.
Á laugardeginum var ökuskóli í Mílanó heimsóttur og var mjög áhugavert að kynnast því hvernig ökunám fer fram á Ítalíu. Eftir það var frjáls dagur í Mílanó. Á sunnudeginum var ekið til Þýskalands og Arnarhreiður Hitlers skoðað. Var það mikil upplifun fyrir ferðalanga og allir á einu máli um það hve stórfenglegur þessi staður er.
Á mánudeginum var ekið til München, margir nýttu tækifærið og fóru á Októberfest eða skoðuðu sig um í borginni. Komið var heim á þriðjudegi.
Skrifstofa Ökukennarafélagsins verður lokuð föstudaginn 20.september vegna haustferðar Ö.Í.
Skrifstofa Ökukennarafélags Íslands verður lokuð frá 29.júlí - 9.ágúst.
Við opnum því aftur Mánudaginn 12.ágúst.
Hægt verður þó að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Í febrúar fór Stjórn Ökukennarafélags Íslands í ferð um Vesturland og heimsótti ökukennara í Borgarfirði.
Nóg er að gera hjá ökukennurunum, en um 120-150 próftakar á ári eru á svæðinu og þurfa þeir að fara til Akraness til að taka ökuprófið. Nefndu þeir að aðstæður væru góðar til að stunda ökukennslu í fyrstu ökutímunum, en síðan væri einnig farið til Akraness og á höfuðborgarsvæðið til að fara í meira krefjandi ökutíma.
Í apríl fór svo hluti stjórnar Ökukennarafélags Íslands í ferð til Akureyrar til að hitta ökukennara á Norðurlandi. Þar mynduðust áhugaverðar umræður um markmið og starfsemi félagsins og skemmtilegt var að heyra skoðanir félagsmanna á Norðurlandi.
Félagsmennirnir voru sammála um að Ö.Í. ætti rétt á sér sem fagfélag allra ökukennara á Íslandi. Fram kom sú hugmynd að ökukennarar á Norðurlandi myndu stofna einhverskonar hóp með stuðningi Ö.Í. með það að markmiði að hittast og skiptast á skoðunum.
Þessar tvær heimsóknir voru mjög ánægjulegar og er það ætlun stjórnar að heimsækja fleiri landshluta á næstunni.
Innskráning