Umferðarþingið verður haldið í lok evrópsku samgönguvikunnar sem ber í ár yfirskriftina „Virkar samgöngur – betri hreyfing“. Áhersla þingsins í ár verður á óvarða vegfarendur í umferðinni sem mætti með réttu kalla „virka vegfarendur“ - innan og utan akbrauta. Er þá helst átt við gangandi og hjólandi, bæði á reiðhjólum og hinum ýmsu smátækjum (þar á meðal rafhlaupahjólum) og samspil þeirra við aðra umferð.
Dagskrá, skráning og frekari upplýsingar koma síðar.
Ökukennarafélag Íslands, Bifhjólasamtök lýðveldisins Sniglar og Samgöngustofa bjóða til vorfagnaðar bifhjólafólks fimmtudaginn 21. apríl 2022 (sumardaginn fyrsta) í Ökuskóla 3 frá kl. 15:00. Brautarakstur þátttakenda, sýnikennsla á öryggisatriðum, afsláttur í skoðun, hjól til sýnis, slysaþróun, forvarnir og fræðsla. Mætum öll - helst hjólandi.
Sjá viðburð á Facebook hér
Skrifstofa ÖÍ verður lokuð bæði á Þorláksmessu og milli jóla og nýars. Við opnum aftur 3. janúar.
Ökukennarafélag Íslands óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Innskráning