Fréttir og tilkynningar

24. september 2024
Breyting á opnunartíma skrifstofu

Tilkynning frá skrifstofu.

Frá og með 1. október mun opnunartími skrifstofu ÖÍ, Þarabakka 3 breytast.

Opið verður þriðjudaga og fimmtudaga á milli 12:00-16:00

23. september 2024
Varðandi styrki frá stéttafélögum

Haft var samband við okkur varðandi endurgreiðslu og styrki frá stéttafélögum fyrir ökunám.

„Eingöngu er tekið við greiðslukvittunum þar sem sjá má staðfestar færslur/greiðslur frá íslenskum bankareikningi/greiðslukorti til viðkomandi fræðsluaðila. Sjóðurinn tekur ekki gildar greiðslukvittanir fyrir námi/námskeiðum sem greidd eru með peningum. „

Kv. Skrifstofa

20. september 2024
Félagsfundur ÖÍ

Félagsfundur ÖÍ verður haldinn þann 23. september n.k. kl 19:30 að Þarabakka 3. 3 hæð.

Dagskrá

Framtíð húsnæðismála félagsins á þriðju hæð að Þarabakka 3 með möguleika á sölu og/ eða leigu á húsnæðinu.

Fundinum verður steymt í fjarfundi á Zoom og linkur sendur út á mánudaginn. 

Stjórnin