Fréttir & tilkynningar

10. febrúar 2010

Ný námskrá til almennra ökuréttinda


Ný námskrá til B-réttinda, febrúar 2010, hefur verið staðfest af Samgönguráðuneytinu. 

Námskráin á vef Umferðarstofu
Námskráin hér sem pdf-skjal (242 kB)

10. desember 2009

Allir ökunemar þurfa kennslu í "áhættuvarnarakstri"


Þann 1. janúar 2010 taka gildi nýar reglur um ökunám. Reglurnar eru þess efnis að allir þeir sem hefja ökunám eftir 01.01.2010 skulu sækja sérstakt nám í ökugerði. Í júlí síðastliðnum gaf Samgönguráðuneytið út reglugerð sem heimilaði notkun skrikvagns (SkidCar) til jafns við kennslu í sérstöku ökugerði til þessarar kennslu. Nú hafa Ökukennarafélag Íslands og Forvarnahúsið gert með sér samkomulag um framkvæmd þessarar kennslu. Hingað til lands eru komnir tveir Skrikbílar og verið er að ganga frá færanlegu forvarnahúsi.
Föstudaginn 4. desember gekkst Ökukennarafélag Íslands fyrir kynningu á þessari nýung fyrir félagsmenn sína.
Um var að ræða verklega kynningu í skrikvögnum og sýnikennsla í Forvarnahúsinu ásamt fræðilegri kennslu, sem fór fram með líku sniði og almennir ökunemar munu fá á þessum fyrirhuguðu námskeiðum. Almennt lýstu ökukennarar ánægju sinni með þetta framtak og töldu þetta verulegt framfaraskref í ökunámi á Íslandi.
Eins og áður hefur komið fram hefur Ökukennarafélagið tryggt sér starfsaðstöðu fyrir þessa starfsemi á Kirkjusandi í Reykjavík (gamla Strædóplaninu) en þar verður boðið upp á nám í „áhættuvarnarakstri“ strax í byrjun næsta árs.

10. desember 2009

Ökukennarar útskrifast frá Háskóla Íslands


Þann 5. desember s.l. útskrifuðust 24 ökukennarar frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Verkefnastjóri var Knútur Hafsteinsson.
Ökukennarafélag Íslands óskar hinum nýju ökukennurum velfarnaðar við ný og krefjandi viðfangsefni.

18. nóvember 2009
5. nóvember 2009

Ályktun Umferðarráðs 29.10.2009


228. fundur Umferðarráðs ályktaði um notkun endurskinsmerkja og ljósabúnað reiðhjóla.
Sjá ályktunina.

4. maí 2009

Ráðinn framkvæmdastjóri


Stjórn Ökukennarafélagsins hefur ráðið framkvæmdastjóra frá 1. maí 2009. Ráðningin er í samræmi við starfsramma stjórnar sem samþykktur var á ársþingi 2008.

Guðbrandur Bogason fyrrverandi formaður hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri í hlutastarf til fimm ára.

Á meðfylgjandi mynd er hinn nýi framkvæmdastjóri að undirrita ráðningarsamninginn.

28. apríl 2009

Formannaskipti


Á ársþingi sem haldið var 28. apríl gaf Guðbrandur Bogason ekki kost á sér til endurkjörs. Jón Haukur Edwald var kjörinn nýr formaður.

31. mars 2009

Bráðabirgðaakstursheimildir afhentar hjá Frumherja


Ökukennarafélagið hefur lengi unnið að því að fá stjórnvöld til að heimila afhendingu bráðabirgðaakstursheimilda til B-réttinda hjá Frumherja strax eftir að próftaki hefur staðist próf. Augljóslega er hér um að ræða mikinn þjóðhagslegan sparnað.
Þetta er nú orðið að veruleika fyrir þá próftaka sem sækja um próftökuheimild í fyrsta sinn frá og með 1. apríl 2009.

Sjá frétt á heimasíðu Frumherja