Fréttir & tilkynningar

22. desember 2021

Jólalokun skrifstofu ÖÍ

Skrifstofa ÖÍ verður lokuð bæði á Þorláksmessu og milli jóla og nýars. Við opnum aftur 3. janúar.

Ökukennarafélag Íslands óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

9. desember 2021

Lokað hjá sýslumönnum mánudaginn 13. desember

Eftirfarandi tilkynning frá Sýslumönnum barst skrifstofu Ökukennarafélagsins:

Vinsamlega athugið að lokað verður hjá sýslumönnum um allt land mánudaginn 13. desember n.k., vegna uppfærslu á tölvukerfum. Biðjum velvirðingar á óþægindum sem lokunin kann að valda. Uppfærsla á tölvukerfum nú er liður í að efla þjónustu okkar til framtíðar

8. október 2021

Lokað hjá Sýslumanni föstudaginn 15. október

Eftirfarandi tilkynning frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu barst skrifstofu Ökukennarafélagsins:

Vinsamlega athugið að lokað verður hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 15. október n.k. vegna fræðslu- og starfsdags starfsmanna.

Við bendum vinsamlega á rafræna þjónustu okkar á www.syslumenn.is, spjallmennið Ask og netfangið smh@syslumenn.is

23. júlí 2021

Sumarlokun á skrifstofu ÖÍ

(English below)

Skrifstofa ÖÍ ætlar í sumarfrí fyrstu 2 vikurnar í ágúst.
Það verður því lokað 2. - 13. ágúst og við opnum aftur mánudaginn 16. ágúst.

The office will be closed the first 2 weeks in August.
We will open again on Monday, 16th of August.

14. apríl 2021

Ökukennsla leyfð 15. apríl

Samkvæmt frétt Stjórnarráðsins sem kom út 13.apríl verður ökukennsla leyfð að nýju frá og með fimmtudeginum 15. apríl.

24. mars 2021

Ökukennsla bönnuð

Bann við ökukennslu tekur gildi á miðnætti í kvöld og gildir það í 3 vikur. Frétt vegna hertra sóttvarnaaðgerða má finna á vef Stjórnarráðsins hér

21. janúar 2021

Nýr vefur Ökukennarafélagsins

Ökukennarafélag Íslands hefur fengið nýjan vef, en enn er verið að vinna í honum.

Námsefni á vefnum er ekki aðgengilegt sem stendur og eru verðin þar inni ekki rétt. Hægt er að kaupa námsbókina Út í umferðina á gömlu vefversluninni á slóðinni www.vefverslun.aka.is

26. október 2020

Áríðandi COVID-19 tilkyninng - ökukennsla óheimil um land allt


Við viljum benda á frétt sem var að birtast á vef Samgöngustofu um mat heilbrigðisráðuneytisins að verklegt ökunám sé óheimilt um land allt vegna COVID-19.


Tekið af vef Samgöngustofu:


Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum og hertar aðgerðir tók gildi 20. október og gildir til og með 10. nóvember 2020. Ýmis starfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu á milli fólks eða mikilli nálægð, eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er áfram óheimil.


Það er mat heilbrigðisráðuneytis að verklegt ökunám, þar sem ekki er unnt að viðhalda 2 metra nálægðartakmörkun, er óheimilt á gildistíma reglugerðar nr. 958/2020. Það skal tekið fram að framangreindar takmarkanir taka ekki til aðstæðna þar sem smithætta vegna nándar er ekki til staðar eða unnt er að virða 2 metra nálægðartakmörkun, t.d. ef ökukennari er ekki í sama ökutæki og nemandinn.


Fréttina má sjá hér


 


 
20. október 2020

COVID-19: Sóttvarnaaðgerðir vegna Ökukennslu


Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar gilda enn sömu reglur um ökukennslu.


Til og með 3. nóvember 2020 er ökukennsla óheimil á höfuðborgarsvæðinu.


Þau sveitafélög sem falla undir höfuðborgarsvæðið er Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Mosfellsbær, Kjósahreppur, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær og Kópavogsbær.


Fyrir utan höfuðborgarsvæðið er ökukennsla heimil, en skylda er að nota andlitsgrímur þar sem ekki hægt er að tryggja 2 metra fjarlægð.


ATH! Öll ökukennsla á höfuðborgarsvæðinu er óheimil, þannig ekki er leyfilegt fyrir ökukennara sem starfa utan þess svæðis að koma með ökunema á höfuðborgarsvæðið og taka tíma þar.


 


Reglugerðir um sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi 20. október


 

7. október 2020

COVID-19: Hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu


Vegna banns Heilbrigðisráðherra er verkleg ökukennsla á höfuðborgarsvæðinu óheimil þar sem nálægð er minna en 2 metrar.


Bannið tekur gildi 7. október og stendur til og með 19. október.


Ökuskóli 3 hefur lokað á námskeið frá og með 7. október þar til aðstæður breytast.


Ökupróf
Verkleg próf falla niður frá og með 7.október, en unnt verður að halda bóklegum prófum áfram með takmörkunum.


Þó svo að bannið gildi einungis á höfuðborgarsvæðinu þá viljum við biðja ökukennara utan höfuðborgarsvæðisins að gæta sérstaklega vel að sér, hún er lúmsk þessi veira.


Tilkynning frá Heilbrigðisráðherra má finna hér.