Fréttir & tilkynningar

14. maí 2019

Ársþing og endurmenntunarnámskeið


 


Þann 26. & 27. apríl síðastliðinn bauð Ökukennarafélag Íslands félögum sínum á endurmenntunarnámskeið sem haldið var af Endurmenntun Háskóla Íslands. Námskeiðið var Ökunám, ökupróf og ökuskírteini þar sem farið var yfir reglugerð um ökuskírteini, námskrá fyrir almenn ökuréttindi, ökupróf, reglur, ferli og framkvæmd. Kennarar námskeiðsins voru þeir Holger Torp frá Samgöngustofu og Elvar Örn Erlingsson ökukennari.


Í lok dags 26. apríl bauð Brimborg ökukennurum að koma í heimsókn og skoða hentuga kennslubíla sem þeir bjóða uppá.


Screenshot 2019 05 18 at 12.44.40


Að loknu endurmenntunarnámskeiði 27.apríl hélt Ökukennarafélag Íslands ársþing sitt á Grand Hótel í Reykjavík. Félagsmenn mættu vel á þingið og ber það vott um að ökukennarar vilja eiga gott fagfélag fyrir sína stétt. Dagskrá var með hefðbundnum hætti


Formaður félagsins kynnti 25 nýja félaga í ÖÍ og bauð þau velkomin. Um er að ræða kraftmikinn hóp fólks sem styrkja mun stéttina.


Screenshot 2019 05 18 at 13.04.26


Stjórn Ö.Í. ákvað að veita félagsmönnum sem náð hafa 70 ára aldri og hafa starfað í stjórn heiðursmerki félagsins.


Þeir sem hlutu heiðursmerki Ö.Í. í þetta sinn voru:  Arnaldur Árnason, Grímur Bjarndal Jónsson, Pálmi B. Aðalsteinsson, Snorri Bjarnason, Stefán A. Magnússon, Þráinn Elíasson og Örnólfur Sveinsson.


fullsizeoutput 1d43


Holger Torp og Kjartan Þórðason láta brátt af störfum hjá Samgöngustofu. Af því tilefni veitti Ö.Í. þeim gullmerki félagsins fyrir áratuga gott samstarf.


IMG 0486 

30. apríl 2019

Lokað föstudaginn 3.maí


i logo new


Skrifstofa Ökukennarafélagsins verður lokuð nk. föstudag, 3.maí 2019.

12. nóvember 2018

Náms- og skemmtiferð félagsmanna


 


Ökukennarafélag Íslands stóð fyrir náms- og skemmtiferð til Þýskalands og var gist í Heidelberg. Var ferðin á félagslegum grunni og líkt og fyrri ferðir á vegum félagsins hugsuð til þess að styrkja tengslin.


Ökukennararnir fóru á námskeið á sérhönnuðu æfingasvæði við Hockenheimring. Tveir þjálfarar sáu um námskeiðið og miðuðu æfingarnar að því að auka öryggi, opna á vitund og hugafar ökukennara. Aðstaðan til æfinganna er til fyrirmyndar og mikil og almenn ánægja var með námskeiðið.



Ökukennararnir heimsóttu ökuskóla í bænum Hockenheim. Skólastjórinn tók á móti hópnum ásamt stjórnarmanni í þýska ökukennarafélaginu og kynntu þeir ökunám í Þýskalandi. Mjög áhugavert var að kynnast hvernig ökunám fer fram í Þýskalandi. Meðal annars kom fram að ökukennarar eru ánægðir með starfsumhverfi sitt og ásókn er í ökukennaranám. Í Þýskalandi búa um 81 milljón manna og þrjár skólastofnanir bjóða uppá ökukennaranám. Það tekur þá 150 ökukennara sem útskrifast á hverju ári um eitt ár að ljúka námi.

27. ágúst 2018

Breyting á hámarkshraða í Frakklandi


 


Nýverið ver hámarkshraði lækkaður úr 90 km/klst. niður í 80 km/klst. á um 40% vega í Frakklandi eða um 400.000 km. Um er að ræða tveggja akreina vegi án vegriða á milli akreina.


Stjórnvöld fullyrða að fækka megi banaslysum um 350 - 400 á ári með þessari ákvörðun, en um 55% banaslysa verða á tveggja akreina vegum án vegriða þar í landi.


Með þessari ákvörðun eru Frakkar að fylgja mörgum öðrum þjóðum sem nú þegar hafa lækkað hámarkshraða á undanförnum árum.

3. ágúst 2018

Lokun á skrifstofu um verslunarmannahelgina


Við ætlum að lengja verslunarmannahelgina og hafa lokað á þriðjudaginn, 7.ágúst.


Skrifstofa Ökukennarafélagsins opnar aftur miðvikudaginn 8.ágúst klukkan 10:00.


Hafið það gott um helgina!


 

26. maí 2018

H-dagurinn


 


Í tilefni þess að í dag, 26. maí, eru 50 ár liðin frá því að hægri umferð var tekin upp hér á Íslandi langar stjórn Ökukennarafélags Íslands að minnast tímamótanna.


Ökukennarafélag Íslands kom að þessari breytingu með afgerandi hætti.


Félagið var stofnað árið 1946 en félagsstarfið var mjög stopult á fyrstu árum þess og var í raun endurvakið árið 1959 af nokkrum aðilum.


Árin liðu og árið 1965 þjappaðist ákveðinn hópur ökukennara saman þegar farið var í námsferð til Þýskalands og í framhaldi af því keyptu margir sér tilbúna kennslubíla frá Volkswagen.


Árið 1967, þegar undirbúningur fyrir hægri umferð stóð sem hæst, fór hópur héðan til Svíþjóðar í náms- og kynnisferð en Svíarnir voru þá nýlega búnir að skipta yfir í hægri umferð.


Félagsmenn Ökukennarafélags Íslands þjálfuðu upp hópa sem leiðbeindu síðan öðrum ökumönnum við þessa miklu breytingu í umferðarmálum.


Árið 1967 stofnaði Ö.Í. ökuskóla og var hann staðsettur í Suðurveri í Stigahlíð.


Um það leyti jók félagið útgáfu að ýmiskonar fræðsluefni og hefur í gegnum árin verið leiðandi í útgáfu fræðsluefnis fyrir ökunám til allra ökuréttinda.


Er það mat margra félagsmanna að við H daginn 1968 hafi orðið nútímavæðing í umferðarmálum og mikil lyftistöng fyrir ökukennara og greinina í heild sinni.


Einnig má fullyrða að breytingin skilað betri ökumönnum og var jákvæð fyrir umferðarsamfélagið.


Ökukennarafélag Íslands þakkar þjóðinni fyrir þessa vegferð og óskar öllum velfarnaðar í umferðinni.

16. maí 2018

Heimsókn í BL


 


Í tengslum við Ársþing Ö.Í. bauð BL ökukennurum í heimsókn.


Þeir fræddu ökukennara um þá bíla sem þeir höfðu upp á að bjóða og ökukennurum gafst tækifæri á að fá upplýsingar um bíla sem geta hentað í ökukennslu. Auk þess voru tilboð á völdum bílum.

16. maí 2018

Námskeið í tengslum við Ársþing Ö.Í.


 


Í kringum Ársþing Ö.Í. í apríl var haldið endurmenntunarnámskeið ökukennara.


Svanberg Sigurgeirsson og Holger Torp fóru yfir áherslur í ökunámi og ökuprófum.


Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi Sæmundsson sálfræðingar fóru í gegnum það hvernig hægt er að verða betri sem fagmenn og að ná hámarki í lífi og starfi.


Að lokum hélt Sigurjón Þórðarson fyrirlestur og hópastarf um fagmennsku ökukennarans og hvernig hægt væri að líta inn á við.


Námskeiðið var vel sótt, en hátt í 60 ökukennarar sóttu námskeiðið.

16. maí 2018

Endurmenntunarnámskeið Ökukennara


 


Í lok janúar hélt Ökukennarafélag Íslands námskeið í skyndihjálp og notkun slökkvitækja fyrir félagsmenn.


Jón Pétursson fór yfir notkun á slökkvitækjum við hina ýmsu elda og Ólafur Ingi Grettisson fór í gegnum skyndihjálp með þátttakendum.


Námskeiðið gekk vel og var almenn ánægja með námskeiðið.

12. september 2017

Breyttur opnunartími


Vakin er athygli á breyttum opnunartíma á skrifstofu Ökukennarafélags Íslands.


Opnunartíminn er frá mánudögum til föstudaga frá kl. 10:00 - 12:00