Fréttir & tilkynningar

12. nóvember 2018

Náms- og skemmtiferð félagsmanna


 


Ökukennarafélag Íslands stóð fyrir náms- og skemmtiferð til Þýskalands og var gist í Heidelberg. Var ferðin á félagslegum grunni og líkt og fyrri ferðir á vegum félagsins hugsuð til þess að styrkja tengslin.


Ökukennararnir fóru á námskeið á sérhönnuðu æfingasvæði við Hockenheimring. Tveir þjálfarar sáu um námskeiðið og miðuðu æfingarnar að því að auka öryggi, opna á vitund og hugafar ökukennara. Aðstaðan til æfinganna er til fyrirmyndar og mikil og almenn ánægja var með námskeiðið.Ökukennararnir heimsóttu ökuskóla í bænum Hockenheim. Skólastjórinn tók á móti hópnum ásamt stjórnarmanni í þýska ökukennarafélaginu og kynntu þeir ökunám í Þýskalandi. Mjög áhugavert var að kynnast hvernig ökunám fer fram í Þýskalandi. Meðal annars kom fram að ökukennarar eru ánægðir með starfsumhverfi sitt og ásókn er í ökukennaranám. Í Þýskalandi búa um 81 milljón manna og þrjár skólastofnanir bjóða uppá ökukennaranám. Það tekur þá 150 ökukennara sem útskrifast á hverju ári um eitt ár að ljúka námi.

27. ágúst 2018

Breyting á hámarkshraða í Frakklandi


 


Nýverið ver hámarkshraði lækkaður úr 90 km/klst. niður í 80 km/klst. á um 40% vega í Frakklandi eða um 400.000 km. Um er að ræða tveggja akreina vegi án vegriða á milli akreina.


Stjórnvöld fullyrða að fækka megi banaslysum um 350 - 400 á ári með þessari ákvörðun, en um 55% banaslysa verða á tveggja akreina vegum án vegriða þar í landi.


Með þessari ákvörðun eru Frakkar að fylgja mörgum öðrum þjóðum sem nú þegar hafa lækkað hámarkshraða á undanförnum árum.

3. ágúst 2018

Lokun á skrifstofu um verslunarmannahelgina


Við ætlum að lengja verslunarmannahelgina og hafa lokað á þriðjudaginn, 7.ágúst.


Skrifstofa Ökukennarafélagsins opnar aftur miðvikudaginn 8.ágúst klukkan 10:00.


Hafið það gott um helgina!


 

26. maí 2018

H-dagurinn


 


Í tilefni þess að í dag, 26. maí, eru 50 ár liðin frá því að hægri umferð var tekin upp hér á Íslandi langar stjórn Ökukennarafélags Íslands að minnast tímamótanna.


Ökukennarafélag Íslands kom að þessari breytingu með afgerandi hætti.


Félagið var stofnað árið 1946 en félagsstarfið var mjög stopult á fyrstu árum þess og var í raun endurvakið árið 1959 af nokkrum aðilum.


Árin liðu og árið 1965 þjappaðist ákveðinn hópur ökukennara saman þegar farið var í námsferð til Þýskalands og í framhaldi af því keyptu margir sér tilbúna kennslubíla frá Volkswagen.


Árið 1967, þegar undirbúningur fyrir hægri umferð stóð sem hæst, fór hópur héðan til Svíþjóðar í náms- og kynnisferð en Svíarnir voru þá nýlega búnir að skipta yfir í hægri umferð.


Félagsmenn Ökukennarafélags Íslands þjálfuðu upp hópa sem leiðbeindu síðan öðrum ökumönnum við þessa miklu breytingu í umferðarmálum.


Árið 1967 stofnaði Ö.Í. ökuskóla og var hann staðsettur í Suðurveri í Stigahlíð.


Um það leyti jók félagið útgáfu að ýmiskonar fræðsluefni og hefur í gegnum árin verið leiðandi í útgáfu fræðsluefnis fyrir ökunám til allra ökuréttinda.


Er það mat margra félagsmanna að við H daginn 1968 hafi orðið nútímavæðing í umferðarmálum og mikil lyftistöng fyrir ökukennara og greinina í heild sinni.


Einnig má fullyrða að breytingin skilað betri ökumönnum og var jákvæð fyrir umferðarsamfélagið.


Ökukennarafélag Íslands þakkar þjóðinni fyrir þessa vegferð og óskar öllum velfarnaðar í umferðinni.

16. maí 2018

Heimsókn í BL


 


Í tengslum við Ársþing Ö.Í. bauð BL ökukennurum í heimsókn.


Þeir fræddu ökukennara um þá bíla sem þeir höfðu upp á að bjóða og ökukennurum gafst tækifæri á að fá upplýsingar um bíla sem geta hentað í ökukennslu. Auk þess voru tilboð á völdum bílum.

16. maí 2018

Námskeið í tengslum við Ársþing Ö.Í.


 


Í kringum Ársþing Ö.Í. í apríl var haldið endurmenntunarnámskeið ökukennara.


Svanberg Sigurgeirsson og Holger Torp fóru yfir áherslur í ökunámi og ökuprófum.


Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi Sæmundsson sálfræðingar fóru í gegnum það hvernig hægt er að verða betri sem fagmenn og að ná hámarki í lífi og starfi.


Að lokum hélt Sigurjón Þórðarson fyrirlestur og hópastarf um fagmennsku ökukennarans og hvernig hægt væri að líta inn á við.


Námskeiðið var vel sótt, en hátt í 60 ökukennarar sóttu námskeiðið.

16. maí 2018

Endurmenntunarnámskeið Ökukennara


 


Í lok janúar hélt Ökukennarafélag Íslands námskeið í skyndihjálp og notkun slökkvitækja fyrir félagsmenn.


Jón Pétursson fór yfir notkun á slökkvitækjum við hina ýmsu elda og Ólafur Ingi Grettisson fór í gegnum skyndihjálp með þátttakendum.


Námskeiðið gekk vel og var almenn ánægja með námskeiðið.

12. september 2017

Breyttur opnunartími


Vakin er athygli á breyttum opnunartíma á skrifstofu Ökukennarafélags Íslands.


Opnunartíminn er frá mánudögum til föstudaga frá kl. 10:00 - 12:00

29. mars 2017

Fréttir


TOP Norden


ráðstefna


Grand Hotel Reykjavik,


10-11 maí 2017


Ökumenn og ökutæki framtíðar


Miðvikudagurinn 10. maí


09:30 Kaffi og skráning


10:00 Setning Guðbrandur Bogason, Ísland


10:15 Ávarp frá Samgöngustofu Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu


10:30 Áhættuvarnarakstur í framtíðinni


Ferðamáti – kennslufræðilegar árherslur Mats Landen, Svíþjóð


Aðferðafræði aksturs Morten Fransrud, Noregur


Athyglistruflunar æfingar Jörgen Rosenhall, Svíþjóð


Ár með rafbíl í áhættuvörnum Anders Karlborg, Svíþjóð


12:15 Hádegisverður


13:15 Bílar framtíðar Fulltrúi frá framleiðendum


14:15 Sýn yfirvalda á áhættuvarnir framtíðar


Noregur Dag Terje Langnes, Vegdirektoratet


Svíþjóð Olof Stenlund, Transportstyrelsen


15:00 Kaffi


15:30 Sýn yfirvalda á áhættuvarnir framtíðar


Ísland Holger Torp, Samgöngustofu


16:15 Pallborðsumræður fulltrúa yfirvalda Stjórnandi, Jonn Eilert Rovelstad, Noregi


17:00 Lok


Fimmtudagurinn 11. maí


08:30 Stutt upprifjun á miðvikudeginum


08:45 Latest findings on elderly capability in driving - A role for simulator


Jens Lauritsen, Danmark


10:00 Kaffi


10:30 Eldri ökumenn og slys Ágúst Mogensen,


Rannsóknarnefnd samgönguslysa


11:15 Pallborðsumræður fyrirlesara Stjórnandi, Jonn Eilert Rovelstad, Noregi


11:45 Samantekt og lok Guðbrandur Bogason, Ísland


12:00 Hádegisverður


13:45 Skoðunarferð og Bláa lónið


17-18 Lok skoðunarferðar


19:30 Kvöldverður í Lækjarbrekku

3. janúar 2017

Gleðilegt ár


Ökukennarafélag Íslands óskar vegfarendum öllum gæfuríks komandi árs.