Fréttir & tilkynningar

28. ágúst 2012

Heimsókn bifhjólakennara til Svíþjóðar og Danmörku


Bifhjólanefnd Ökukennarafélagsins (Björgvin Guðnason, Njáll Gunnlaugsson og Sigurður Jónasson) og fulltrúar Ökuskólans í Mjódd (Guðbrandur Bogason og Þórður Bogason) fóru í námsferð til Svíþjóðar og Danmerkur dagana 19. til 22. ágúst sl.


Í ferðinni var heimsóttur stór mótorhjólaklúbbur, SMC, í Uppsölum í Svíþjóð og fylgst með æfingum:





Einnig var farið á námskeið í áhættuvarnarakstri hjá Eksjö-traffikskole í Svíðþjóð. Voru menn á einu máli um að gott námskeið hafi verið að ræða:





Þá var aksturskennslusvæðið á Bulltofta í Malmö heimsótt og þar fengu menn kynningu á framkvæmd prófa. Hér má sjá prófdómara bifhjóla við hjólið sem hann ekur í verklegu prófi:





Á myndinni hér fyrir neðan má sjá kennara á Bulltofta útskýra fyrir okkar mönnum framkvæmd prófa:








Að lokum var farið til SAK í Kaupmannahöfn þar sem menn kynntust fyrirkomulagi og helstu nýjungum í bifhjólakennslu í Danmörku.


Það er von ÖÍ að ferðin stuðli að því að góð bifhjólakennsla á Íslandi verði betri en fyrirhugað er að kynna ferðina betur síðar.

3. júlí 2012

Frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa


Rannsóknarnefnd umferðarslysa lauk nýverið rannsókn fimm banaslysa í umferðinni sem urðu árið 2011. Niðurstöður rannsóknarinnar má sjá á heimasíðu nefndarinnar, rnu.is
27. júní 2012

Fréttir varðandi bifhjólanám



Um þessar mundir er bifhjólanefnd félagsins ásamt Umferðarstofu að vinna að nýjungum í bifjólakennslu og verklegum prófkröfum. Gera má ráð fyrir að hið nýja kerfi verði tekið í notkun á fyrri hluta ársins 2013. Nýjar kröfur til kennslu og prófa verðar kynntar nánar áður en þær taka gildi.

11. maí 2012

Ökukennaradagurinn í Osló


Ökukennaradagurinn í Osló verður dagana 12. og 13. október.



 


Undanfarin ár hefur norska ökukennarasambandið ATL boðið um miðjan október upp á fræðslu- og kynningaráðstefnu í Osló. Boðið verður upp á fróðlega og áhugaverða dagskrá eins og allir þeir, sem hafa sótt ökukennaradaginn, geta borið vitni um.


Í tengslum við ráðstefnuna hafa ökukennarar fengið tilboð um gistingu hjá:


Thon Hotell Slottsparken,
Wergelandsveien 5
0167 Oslo


Þar bjóða þeir gistingu fyrir:


Eins manns herbergi 925 norskar krónur


Tveggja manna herbergi 1225 norskar krónur.


 


Um þessar mundir er ódýrast að fljúga með Norwegian en það kostar nú frá 1290 Nkr. miðað við að farið verði á fimmtudegi og komið aftur á sunnudegi.


SAS býður einnig flug en það er á um 40.000 kr. (um 1700 Dkr.)


Svo er að sjálfsögðu Icelandair sem býður flug báðar leiðir frá 46.000 kr.


ÖÍ getur aðstoðað félagsmenn við bókun á herbergjum og flugi en félagið veitir ekki fjárstyrki til fararinnar. Vegna skráningar á ráðstefnuna þarf félagið að vita hverjir hyggjast sækja hana svo hægt sé að bóka viðkomandi.


Vefslóð á heimasíðu TraffikkLærerDagen er þessi: 


http://www.atl.no/artikkel/2769

10. apríl 2012

Frumvarp til nýrra umferðarlaga


Frumvarpi til nýrra umferðarlaga var dreift á Alþingi 27. mars 2012.


Sjá frumvarpið

25. janúar 2012

Almennir félagsfundir


Fundur var haldinn að Þarabakka 3 í Reykjavík fimmtudaginn 9. febrúar og annar á Greifanum á Akureyri laugardaginn 11. febrúar.
Á dagskrá var staða ökukennslu á Íslandi og önnur mál.

12. september 2011

Ný reglugerð um ökuskírteini tók gildi 9. sept. 2011


Þann 9. sept. 2011 tók gildi ný reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011. Hún kemur í stað reglugerðar um ökuskírteini nr. 501/1997 og reglugerðar um löggildingu ökukennara og starfsleyfi ökuskóla nr. 327/1999.


Sjá reglugerðina, pdf-skjal 690 kB

1. maí 2011

Fræðslumyndbönd Umferðarstofu


Á YoyTube eru 34 myndbönd sem Umferðarstofa hefur látið framleiða og geta nýst vel við kennslu.


Slóð inn á myndböndin.

17. apríl 2011

Ný afsláttarkjör fyrir félagsmenn


Stilling hf, Skorri hf og JHM sport ehf bjóða félagsmönnum afsláttarkjör gegn framvísum félagsskírteinis.
Sjá nánar.