Fréttir & tilkynningar

18. desember 2019

Útskrift ökukennara


Þann 6. desember síðastliðinn voru 27 nýir ökukennarar útskrifaðir frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Þetta er annar hópurinn sem útskrifast úr ökukennaranámi til almennra ökuréttinda frá Endurmenntun HÍ. Námið er þriggja missera nám til 30 ECTS eininga.


utskrift2


Ökukennarafélag Íslands óskar nýjum ökukennurum til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar í starfi.


 

25. október 2019

Skemmti- og kynnisferð Ö.Í.


Skemmtiferð Ökukennarafélags Íslands var farin nú í lok september og tóku 25 ökukennarar og þeirra makar þátt. Flogið var til München fimmtudaginn 19. september en ekið var í gegnum fjögur lönd í ferðinni. Byrjað var á að aka til Austurríkis og gist í litlum bæ við Bodensee sem heitir Bregenz.
Daginn eftir var ekið í gegnum Sviss og Alpana til Mílanó og þar var byrjað á að skoða Alfa Romeo safnið.


alfa


Á laugardeginum var ökuskóli í Mílanó heimsóttur og var mjög áhugavert að kynnast því hvernig ökunám fer fram á Ítalíu. Eftir það var frjáls dagur í Mílanó. Á sunnudeginum var ekið til Þýskalands og Arnarhreiður Hitlers skoðað. Var það mikil upplifun fyrir ferðalanga og allir á einu máli um það hve stórfenglegur þessi staður er.
Á mánudeginum var ekið til München, margir nýttu tækifærið og fóru á Októberfest eða skoðuðu sig um í borginni. Komið var heim á þriðjudegi. 


arnarhreidur

17. september 2019

Lokað föstudaginn 20.september


i logo new


Skrifstofa Ökukennarafélagsins verður lokuð föstudaginn 20.september vegna haustferðar Ö.Í.

23. júlí 2019

Sumarlokun


Sumarlokun


Skrifstofa Ökukennarafélags Íslands verður lokuð frá 29.júlí - 9.ágúst.


Við opnum því aftur Mánudaginn 12.ágúst.


Hægt verður þó að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

18. maí 2019

Heimsóknir um landið


 


Í febrúar fór Stjórn Ökukennarafélags Íslands í ferð um Vesturland og heimsótti ökukennara í Borgarfirði. 


Nóg er að gera hjá ökukennurunum, en um 120-150 próftakar á ári eru á svæðinu og þurfa þeir að fara til Akraness til að taka ökuprófið. Nefndu þeir að aðstæður væru góðar til að stunda ökukennslu í fyrstu ökutímunum, en síðan væri einnig farið til Akraness og á höfuðborgarsvæðið til að fara í meira krefjandi ökutíma.


 


IMG 0474


Í apríl fór svo hluti stjórnar Ökukennarafélags Íslands í ferð til Akureyrar til að hitta ökukennara á Norðurlandi. Þar mynduðust áhugaverðar umræður um markmið og starfsemi félagsins og skemmtilegt var að heyra skoðanir félagsmanna á Norðurlandi. 


Félagsmennirnir voru sammála um að Ö.Í. ætti rétt á sér sem fagfélag allra ökukennara á Íslandi. Fram kom sú hugmynd að ökukennarar á Norðurlandi myndu stofna einhverskonar hóp með stuðningi Ö.Í. með það að markmiði að hittast og skiptast á skoðunum.


Þessar tvær heimsóknir voru mjög ánægjulegar og er það ætlun stjórnar að heimsækja fleiri landshluta á næstunni. 


fullsizeoutput 1c8a


fullsizeoutput 1c8c


 

14. maí 2019

Ársþing og endurmenntunarnámskeið


 


Þann 26. & 27. apríl síðastliðinn bauð Ökukennarafélag Íslands félögum sínum á endurmenntunarnámskeið sem haldið var af Endurmenntun Háskóla Íslands. Námskeiðið var Ökunám, ökupróf og ökuskírteini þar sem farið var yfir reglugerð um ökuskírteini, námskrá fyrir almenn ökuréttindi, ökupróf, reglur, ferli og framkvæmd. Kennarar námskeiðsins voru þeir Holger Torp frá Samgöngustofu og Elvar Örn Erlingsson ökukennari.


Í lok dags 26. apríl bauð Brimborg ökukennurum að koma í heimsókn og skoða hentuga kennslubíla sem þeir bjóða uppá.


Screenshot 2019 05 18 at 12.44.40


Að loknu endurmenntunarnámskeiði 27.apríl hélt Ökukennarafélag Íslands ársþing sitt á Grand Hótel í Reykjavík. Félagsmenn mættu vel á þingið og ber það vott um að ökukennarar vilja eiga gott fagfélag fyrir sína stétt. Dagskrá var með hefðbundnum hætti


Formaður félagsins kynnti 25 nýja félaga í ÖÍ og bauð þau velkomin. Um er að ræða kraftmikinn hóp fólks sem styrkja mun stéttina.


Screenshot 2019 05 18 at 13.04.26


Stjórn Ö.Í. ákvað að veita félagsmönnum sem náð hafa 70 ára aldri og hafa starfað í stjórn heiðursmerki félagsins.


Þeir sem hlutu heiðursmerki Ö.Í. í þetta sinn voru:  Arnaldur Árnason, Grímur Bjarndal Jónsson, Pálmi B. Aðalsteinsson, Snorri Bjarnason, Stefán A. Magnússon, Þráinn Elíasson og Örnólfur Sveinsson.


fullsizeoutput 1d43


Holger Torp og Kjartan Þórðason láta brátt af störfum hjá Samgöngustofu. Af því tilefni veitti Ö.Í. þeim gullmerki félagsins fyrir áratuga gott samstarf.


IMG 0486 

30. apríl 2019

Lokað föstudaginn 3.maí


i logo new


Skrifstofa Ökukennarafélagsins verður lokuð nk. föstudag, 3.maí 2019.

12. nóvember 2018

Náms- og skemmtiferð félagsmanna


 


Ökukennarafélag Íslands stóð fyrir náms- og skemmtiferð til Þýskalands og var gist í Heidelberg. Var ferðin á félagslegum grunni og líkt og fyrri ferðir á vegum félagsins hugsuð til þess að styrkja tengslin.


Ökukennararnir fóru á námskeið á sérhönnuðu æfingasvæði við Hockenheimring. Tveir þjálfarar sáu um námskeiðið og miðuðu æfingarnar að því að auka öryggi, opna á vitund og hugafar ökukennara. Aðstaðan til æfinganna er til fyrirmyndar og mikil og almenn ánægja var með námskeiðið.



Ökukennararnir heimsóttu ökuskóla í bænum Hockenheim. Skólastjórinn tók á móti hópnum ásamt stjórnarmanni í þýska ökukennarafélaginu og kynntu þeir ökunám í Þýskalandi. Mjög áhugavert var að kynnast hvernig ökunám fer fram í Þýskalandi. Meðal annars kom fram að ökukennarar eru ánægðir með starfsumhverfi sitt og ásókn er í ökukennaranám. Í Þýskalandi búa um 81 milljón manna og þrjár skólastofnanir bjóða uppá ökukennaranám. Það tekur þá 150 ökukennara sem útskrifast á hverju ári um eitt ár að ljúka námi.

27. ágúst 2018

Breyting á hámarkshraða í Frakklandi


 


Nýverið ver hámarkshraði lækkaður úr 90 km/klst. niður í 80 km/klst. á um 40% vega í Frakklandi eða um 400.000 km. Um er að ræða tveggja akreina vegi án vegriða á milli akreina.


Stjórnvöld fullyrða að fækka megi banaslysum um 350 - 400 á ári með þessari ákvörðun, en um 55% banaslysa verða á tveggja akreina vegum án vegriða þar í landi.


Með þessari ákvörðun eru Frakkar að fylgja mörgum öðrum þjóðum sem nú þegar hafa lækkað hámarkshraða á undanförnum árum.

3. ágúst 2018

Lokun á skrifstofu um verslunarmannahelgina


Við ætlum að lengja verslunarmannahelgina og hafa lokað á þriðjudaginn, 7.ágúst.


Skrifstofa Ökukennarafélagsins opnar aftur miðvikudaginn 8.ágúst klukkan 10:00.


Hafið það gott um helgina!