Fréttir & tilkynningar

3. maí 2015

Stjórn Ökukennarafélags Íslands 2015-16


Formaður: Björgvin Þór Guðnason


Aðalstjórn: Svavar Svavarsson, Kristinn M. Bárðarson, Páll Sigvaldason, Þórður Bogason, Guðni Sveinn Theodórsson, Elvar Erlingsson.


Varastjórn: Guðrún Sigurfinnsdóttir, Þorsteinn Sveinn Karlsson, Pálmi B. Aðalbergsson.

7. janúar 2015

Undirritun Umferðarsáttmálans


Í dag 7. janúar 2015 undirritaði forseti Íslands fyrstur vegfarenda Umferðarsáttmálann við athöfn í húsnæði Frumherja hf. að Hesthálsi í Reykjavík.  Að lokinni undirritun afhenti forseti Íslands fjórum nýútskrifuðum ökunemum sáttmálann.


Frá og með morgundeginum 8. janúar 2015 verður nýútskrifuðum ökunemum boðið að skrifa undir umferðarsáttmálann að loknu verklegu B-prófi.


 


Eins og menn eflaust muna þá var forseta Íslands afhentur Umferðarsáttmáli vegfarenda við athöfn í Húsdýragarðinum þann 18. september 2013.  Í ræðu sinni þar gerði forsetinn það að tillögu sinn að sáttmálinn yrði tengdur ökunámi og kom með þá hugmynd að nýútskrifuðum ökunemum byðist að undirrita sáttmálann.


Áframhaldandi vinna fór í gang þar sem unnið var að þessari hugmynd.  Að þeirri vinnu komu lögreglan, Samgöngustofa, Frumherji og Ökukennarafélag Ísland.


 


Þess má geta að í nýrri kennslubók til B-réttinda verður Sáttmálinn kynntur og er það von okkar að ökukennarar og ökuskólar kynni sér Sáttmálann og komi innihaldi hans áfram til ökunema sinna.


 


Sjá nánar um Sáttmálann:


http://www.ruv.is/ras-2/umferdarsattmali-verdur-til


http://www.logreglan.is/fraedsla/skolafraedsla/


https://is-is.facebook.com/Vertutil/posts/256444051158448?stream_ref=10


http://www.forseti.is/Frettir/Ollfrettin/5480


http://www.logreglan.is/umferdarsattmali-allra-vegfarenda/


http://www.mbl.is/myndasafn/mynd/272309/


Björgvin Þór Guðnason, formaður ÖÍ

14. nóvember 2013

Viðskiptakjör hjá N1


Félagar ÖÍ eru hvattir til að kynna sér kjörin inni á félagsmannasvæðinu.


Stjórn ÖÍ

24. júní 2013

Gullmerki umferðarráðs veitt


Á fundi Umferðarráðs, fimmtudaginn 20. júní, voru þeir Sigurður Helgason og Guðbrandur Bogason sæmdir gullmerki ráðsins í þakklætisskyni fyrir ötult starf þeirra í þágu umferðaröryggis á Íslandi undanfarna áratugi.


Nánar um fréttina hér á vef Umferðarstofu


 

13. júní 2013

Viðvera formanns


Viðvera formanns


Formaður Ökukennarafélagsins er með fasta viðveru á skrifstöfu félagsins á miðviku- og föstudögum frá kl. 10:00 til 12:00 báða dagana.

30. maí 2013

Almennur félagsfundur 30.5.2013


Almennur félagsfundur var haldinn í húsnæði Ökukennarafélagsins að Þarabakka 30. maí 2013, kl. 20.00-22.00.


Fundarefni:



  1. Kynning á könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á starfsskilyrðum ökukennara. Skýrsla Félagsvísindastofnunar er kominn inn á heimasíðu ÖÍ og verður send félagsmönnum í tölvupósti.

  2. Kynning á samstarfsverkefni Ökukennarafélagsins með Grensásdeild um aksturshæfnimatsstöð. Markmiðið er að stöðin meti aksturshæfni m.a. þeirra er eiga við þroskahamlanir, hafa slasast eða veikst o.s.frv.. Leitað hefur verið tilboða í vél- og hugbúnað í Þýskalandi.

Ritari
25. mars 2013

Könnun á framtíðarhorfum ökukennslu


Í gangi er könnun á framtíðarhorfum ökukennslu á vegum ÖÍ og Félagsvísindastofununar HÍ. Allir ökukennarar eru hvattir til þátttöku.
21. mars 2013

Ársþing Ökukennarafélags Íslands 2013


Ársþing Ökukennarafélags Íslands 2013 verður haldið þriðjudaginn 30. apríl að Grand Hotel Reykjavík og hefst kl. 14.00.


Nánari upplýsingar á lokuðu svæði heimasíðunnar.

21. mars 2013

Síðara bifhjólakennaranámskeið


Ágætu félagar.


Eins og áður hefurkomið fram mun nú á vordögum 2013 taka gildi endurskoðuð námskrá fyrirbifhjólanám. Þessari endurskoðun fylgja einnig nýjar kröfur í bifhjólaprófum. Að þessari endurskoðun hefur bifhjólanefnd Ökukennarafélags Íslands unnið náið með sérfræðingum Umferðarstofu. Með þessum nýju kröfum til náms og prófa fylgja margar merkar nýjungar á sviði bifhjólakennslu og -náms. Því hefurÖkukennarafélagið ákveðið að gangast fyrir námskeiði fyrir starfandi bifhjólakennara. Svo að námskeiðið verði metið sem endurmenntunarnámskeið þarf það að vera að lágmarki 7 tímar og mun það verða uppfyllt.


Staður: Borgartún 41, 105 Reykjavík (Kennslumiðstöð ÖÍ Kirkjusandi).



Tími og fyrirkomulag: 13.aprílkl. 8.30 til 16.30.



Skipting:




  • Kl. 8.30 til 10.30. Fræðileg kennsla í stofu.

  • Kl. 10.30 til 11.30. Munnlegt próf með sýnikennslu og verklegri hjólaskoðun.

  • Kl. 11.30 til 12.30. Hádegisverður.

  • Kl. 12.30 til 16.30. Verklegar æfingar á plani. Þátttakendum verður skipt í fjóra hópa. Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi með sín eigin bifhjól, lágmarks vélarstærð er 35kw eða um 500cc. Hafi þátttakendur ekki tök á að mæta á eigin hjóli er hægt að fá leigð bifhjól á staðnum en verð fyrir hjólaleigu er kr 12.000.




Gert er ráð fyrir 20 þátttakendum að hámarki að þessu sinni (og því er rétt að skrá sig sem fyrst). Síðar í vor er áætlað að halda annað námskeið ef næg þátttaka fæst og verður það auglýst síðar.



Námskeiðsgjald er kr. 39.000kr en skuldlausir félagsmenn ÖÍ fá 15.000 kr námsstyrk.



Leiðbeinendur verða: Björgvin Guðnason, Kjartan Þórðarson, Njáll Gunnlaugsson, Sigurður Jónasson og Þórður Bogason.



Þátttöku skal tilkynnatil skrifstofu Ökukennarafélags Íslands á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 5670360 í síðasta lagi 10. apríl 2013. Taka skal fram hvort þátttakandi mætir á eigin bifhjóli eða hvort hann hyggst leigja bifhjól.



Gott er að greiða fyrirfram með millifærslu: Kt. 420369-6709. Banki 115-26-16670.



Athugið! Á þessum árstíma er allra veðra von og því getur þurft að breyta dagsetningunni en að sjálfsögðu vonum við að svo verði ekki.



Stjórnin.

20. mars 2013

Síðustu forvöð að bóka á Top-Norden


Síðustu forvöð eru að bóka á TOP-NORDEN námskeiðið. Þeir sem hafa hugsað sér að taka þátt, bóki strax. Nánari upplýsingar eru hér neðar á síðunni og til þess að fá nánari upplýsingar þarf að smella á tengilinn þar.