Fréttir & tilkynningar

26. maí 2018

H-dagurinn


 


Í tilefni þess að í dag, 26. maí, eru 50 ár liðin frá því að hægri umferð var tekin upp hér á Íslandi langar stjórn Ökukennarafélags Íslands að minnast tímamótanna.


Ökukennarafélag Íslands kom að þessari breytingu með afgerandi hætti.


Félagið var stofnað árið 1946 en félagsstarfið var mjög stopult á fyrstu árum þess og var í raun endurvakið árið 1959 af nokkrum aðilum.


Árin liðu og árið 1965 þjappaðist ákveðinn hópur ökukennara saman þegar farið var í námsferð til Þýskalands og í framhaldi af því keyptu margir sér tilbúna kennslubíla frá Volkswagen.


Árið 1967, þegar undirbúningur fyrir hægri umferð stóð sem hæst, fór hópur héðan til Svíþjóðar í náms- og kynnisferð en Svíarnir voru þá nýlega búnir að skipta yfir í hægri umferð.


Félagsmenn Ökukennarafélags Íslands þjálfuðu upp hópa sem leiðbeindu síðan öðrum ökumönnum við þessa miklu breytingu í umferðarmálum.


Árið 1967 stofnaði Ö.Í. ökuskóla og var hann staðsettur í Suðurveri í Stigahlíð.


Um það leyti jók félagið útgáfu að ýmiskonar fræðsluefni og hefur í gegnum árin verið leiðandi í útgáfu fræðsluefnis fyrir ökunám til allra ökuréttinda.


Er það mat margra félagsmanna að við H daginn 1968 hafi orðið nútímavæðing í umferðarmálum og mikil lyftistöng fyrir ökukennara og greinina í heild sinni.


Einnig má fullyrða að breytingin skilað betri ökumönnum og var jákvæð fyrir umferðarsamfélagið.


Ökukennarafélag Íslands þakkar þjóðinni fyrir þessa vegferð og óskar öllum velfarnaðar í umferðinni.

16. maí 2018

Heimsókn í BL


 


Í tengslum við Ársþing Ö.Í. bauð BL ökukennurum í heimsókn.


Þeir fræddu ökukennara um þá bíla sem þeir höfðu upp á að bjóða og ökukennurum gafst tækifæri á að fá upplýsingar um bíla sem geta hentað í ökukennslu. Auk þess voru tilboð á völdum bílum.

16. maí 2018

Námskeið í tengslum við Ársþing Ö.Í.


 


Í kringum Ársþing Ö.Í. í apríl var haldið endurmenntunarnámskeið ökukennara.


Svanberg Sigurgeirsson og Holger Torp fóru yfir áherslur í ökunámi og ökuprófum.


Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi Sæmundsson sálfræðingar fóru í gegnum það hvernig hægt er að verða betri sem fagmenn og að ná hámarki í lífi og starfi.


Að lokum hélt Sigurjón Þórðarson fyrirlestur og hópastarf um fagmennsku ökukennarans og hvernig hægt væri að líta inn á við.


Námskeiðið var vel sótt, en hátt í 60 ökukennarar sóttu námskeiðið.

16. maí 2018

Endurmenntunarnámskeið Ökukennara


 


Í lok janúar hélt Ökukennarafélag Íslands námskeið í skyndihjálp og notkun slökkvitækja fyrir félagsmenn.


Jón Pétursson fór yfir notkun á slökkvitækjum við hina ýmsu elda og Ólafur Ingi Grettisson fór í gegnum skyndihjálp með þátttakendum.


Námskeiðið gekk vel og var almenn ánægja með námskeiðið.

12. september 2017

Breyttur opnunartími


Vakin er athygli á breyttum opnunartíma á skrifstofu Ökukennarafélags Íslands.


Opnunartíminn er frá mánudögum til föstudaga frá kl. 10:00 - 12:00

29. mars 2017

Fréttir


TOP Norden


ráðstefna


Grand Hotel Reykjavik,


10-11 maí 2017


Ökumenn og ökutæki framtíðar


Miðvikudagurinn 10. maí


09:30 Kaffi og skráning


10:00 Setning Guðbrandur Bogason, Ísland


10:15 Ávarp frá Samgöngustofu Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu


10:30 Áhættuvarnarakstur í framtíðinni


Ferðamáti – kennslufræðilegar árherslur Mats Landen, Svíþjóð


Aðferðafræði aksturs Morten Fransrud, Noregur


Athyglistruflunar æfingar Jörgen Rosenhall, Svíþjóð


Ár með rafbíl í áhættuvörnum Anders Karlborg, Svíþjóð


12:15 Hádegisverður


13:15 Bílar framtíðar Fulltrúi frá framleiðendum


14:15 Sýn yfirvalda á áhættuvarnir framtíðar


Noregur Dag Terje Langnes, Vegdirektoratet


Svíþjóð Olof Stenlund, Transportstyrelsen


15:00 Kaffi


15:30 Sýn yfirvalda á áhættuvarnir framtíðar


Ísland Holger Torp, Samgöngustofu


16:15 Pallborðsumræður fulltrúa yfirvalda Stjórnandi, Jonn Eilert Rovelstad, Noregi


17:00 Lok


Fimmtudagurinn 11. maí


08:30 Stutt upprifjun á miðvikudeginum


08:45 Latest findings on elderly capability in driving - A role for simulator


Jens Lauritsen, Danmark


10:00 Kaffi


10:30 Eldri ökumenn og slys Ágúst Mogensen,


Rannsóknarnefnd samgönguslysa


11:15 Pallborðsumræður fyrirlesara Stjórnandi, Jonn Eilert Rovelstad, Noregi


11:45 Samantekt og lok Guðbrandur Bogason, Ísland


12:00 Hádegisverður


13:45 Skoðunarferð og Bláa lónið


17-18 Lok skoðunarferðar


19:30 Kvöldverður í Lækjarbrekku

3. janúar 2017

Gleðilegt ár


Ökukennarafélag Íslands óskar vegfarendum öllum gæfuríks komandi árs.

8. desember 2016

70 ára afmæli Ökukennarafélags Íslands


Stiklað á stóru í sögu Ökukennarafélags Íslands.


Á dögunum var því fagnað að Ökukennarafélag Íslands átti 70 ára afmæli en það var stofnað þann 22. nóvember árið 1946.
Af því tilefni birtist hér stutt viðtal við Guðbrand Bogason en hann var fyrst kosinn formaður árið 1982.


Að sögn Guðbrands var félagsstarfið stopult á fyrstu árum þess og var í raun endurvakið árið 1959 af nokkrum aðilum.
Fram til ársins 1958 fengu þeir sem höfðu meirapróf sjálfkrafa ökukennararéttindi en það ár var fyrsta ökukennaranámskeiðið haldið.
Þá fór menntun ökukennara þannig fram að auglýst var námskeið og komu að jafnaði 30 manns á námskeið. Síðan voru tekin próf eftir nokkrar lotur og að jafnaði útskrifuðust 3 ökukennarar á ári.


Árið 1965 þjappaðist ákveðinn hópur ökukennara saman þegar farið var í námsferð til Þýskalands og í framhaldi af því keyptu margir sér tilbúna kennslubíla frá Volkswagen.


Árið 1967, þegar undirbúningur fyrir hægri umferð stóð sem hæst, fór hópur héðan til Svíþjóðar í náms- og kynnisferð en Svíarnir voru þá nýlega búnir að skipta yfir í hægri umferð.
Það ár stofnaði ÖÍ ökuskóla og var hann staðsettur í Suðurveri í Stigahlíð.
Um það leyti jók félagið útgáfu að ýmiskonar fræðsluefni og hefur í gegnum árin verið leiðandi í útgáfu fræðsluefnis fyrir ökunám til allra ökuréttinda.


Árin 1985 og 1986 voru haldin voru tvö námskeið til ökukennararéttinda og útskrifuðust 25 ökukennarar hvort ár eftir þriggja vikna námskeið.


Guðbrandur nefndi að árið 1988 keypti ÖÍ í fyrsta skipti eign í Mjóddinni og flutti starfsemi sína þangað. Við það jókst félagstarfið og einnig varð bókaútgáfan blómleg.


Það sem að styrkti ökuskóla enn frekar var þegar meiraprófin voru færð frá Bifreiðaeftirliti ríkisins til ökuskóla árið 1991 og grundvöllurinn að þessum flutningi var starfsemi félagsins á Ökuskólanum í Mjódd.


Árið 1993 var gerður samningur milli Umferðarráðs og Kennaraháskóla Ísland með aðkomu ÖÍ um skipulagt ökukennaranám.


Ökuskólaskylda var síðan innleidd árið 1997 og festi það ökunám mikið í sessi.


Árið 2009 var nám í áhættuvarnarakstri ( Ö 3 ) skylda í ökunámi en það tók ÖÍ um 30 ára að sannfæra hið opinbera um mikilvægi slíks námskeið fyrir ökunema.
Var það mikið gæfuspor, sagði Guðbrandur að lokum.

27. apríl 2016

Ný stjórn Ökukennarafélags Íslands


Á aðalfundi Ökukennarafélags Íslands var ný stjórn kosin:


Björgvin Þór Guðnason formaður, Kristinn M. Bárðarson, Páll Sigvaldason, Svavar Svavarsson, Guðni Sveinn Theodórsson, Elvar Örn Erlingsson og Þórður Bogason.


Í varastjórn voru kosin:


Guðrún Sigurfinnsdóttir, Þorsteinn Sveinn Karlsson og Haukur Vigfússon.


 

22. september 2015

Ný heimasíða


Hér kemur fram ný og endurbætt heimasíða Ökukennarafélags íslands. Undanfarið hefur verið unnið að breytingum á ýmsu varðandi síðuna sem vonandi nýtist ökunemum sem og ökukennurum í ÖÍ.


Er það von stjórnar að þetta mælist vel fyrir.