Fréttir & tilkynningar

31. júlí 2023

Sumarlokun á skrifstofu ÖÍ

Skrifstofa félagsins verður lokuð frá 31. ágúst til 8. ágúst n.k. vegna sumarleyfa.

23. desember 2022

Jólalokun á skrifstofu ÖÍ

Skrifstofa Ökukennarafélags Íslands verður lokuð milli jóla og nýárs. Við opnum aftur mánudaginn 2. janúar klukkan 10:00.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!

30. nóvember 2022

Lokað hjá Sýslumanninum á Höfuðborgarsvæðinu, föstudaginn 2. desember 2022

Eftirfarandi tilkynning frá Sýslumönnum barst skrifstofu Ökukennarafélagsins:

Vinsamlega athugið að við hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu lokum kl. 13:00 föstudaginn 2. desember nk. Opið aftur á mánudagsmorgun kl. 8:20. Biðjum velvirðingar á óþægindum sem lokunin kann að valda.

7. október 2022

Lokað á skrifstofu ÖÍ 11.október

Lokað verður á skrifstofu Ökukennarafélags Íslands þriðjudaginn 11. október.

9. september 2022

Umferðarþing 2022

Við vekjum athygli á að nú styttist í umferðarþingið sem haldið verður af Samgöngustofu í Gamla bíói þann 23. september. Þema þingsins verður öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda og er fundarstjóri Sóli Hólm.

Samgöngustofa hvetur áhugasama um að skrá sig sem fyrst.

Dagskráin er hér og undir henni eru svo hlekkir á allt sem við kemur umferðarþinginu:

Nánar má lesa um umferðarþingið hér: www.samgongustofa.is/umferdarthing

Nánar má lesa um dagskrána hér: www.samgongustofa.is/umferdarthing/dagskra

Hægt er að skrá sig á umferðarþingið hér: www.samgongustofa.is/umferdarthing/skraning

8. september 2022

Lokað hjá Sýslumönnum um allt land, föstudaginn 9. september 2022

Eftirfarandi tilkynning frá Sýslumönnum barst skrifstofu Ökukennarafélagsins:

Vinsamlega athugið að lokað verður hjá sýslumönnum um allt land á morgun, föstudaginn 9. September, vegna starfsdags. Biðjum velvirðingar á óþægindum sem lokunin kann að valda.

26. júlí 2022

Sumarfrí á skrifstofu ÖÍ

Skrifstofa ÖÍ ætlar í sumarfrí fyrstu 2 vikurnar í ágúst.
Það verður því lokað 2. - 12. ágúst og við opnum aftur mánudaginn 15. ágúst.

The office will be closed the first 2 weeks in August.
We will open again on Monday, 15th of August.

28. apríl 2022

Umferðarþing

Samgöngustofa heldur Umferðarþing föstudaginn 23. september 2022 kl. 9-16 í Gamla bíói, Ingólfsstræti 2a í Reykjavík. Endilega takið daginn frá.

Umferðarþingið verður haldið í lok evrópsku samgönguvikunnar sem ber í ár yfirskriftina „Virkar samgöngur – betri hreyfing“. Áhersla þingsins í ár verður á óvarða vegfarendur í umferðinni sem mætti með réttu kalla „virka vegfarendur“ - innan og utan akbrauta. Er þá helst átt við gangandi og hjólandi, bæði á reiðhjólum og hinum ýmsu smátækjum (þar á meðal rafhlaupahjólum) og samspil þeirra við aðra umferð.

Dagskrá, skráning og frekari upplýsingar koma síðar.

Umferðarþing 23.september 2022

20. apríl 2022

Vorfagnaður bifhjólafólks

Ökukennarafélag Íslands, Bifhjólasamtök lýðveldisins Sniglar og Samgöngustofa bjóða til vorfagnaðar bifhjólafólks fimmtudaginn 21. apríl 2022 (sumardaginn fyrsta) í Ökuskóla 3 frá kl. 15:00. Brautarakstur þátttakenda, sýnikennsla á öryggisatriðum, afsláttur í skoðun, hjól til sýnis, slysaþróun, forvarnir og fræðsla. Mætum öll - helst hjólandi.

Sjá viðburð á Facebook hér

22. desember 2021

Jólalokun skrifstofu ÖÍ

Skrifstofa ÖÍ verður lokuð bæði á Þorláksmessu og milli jóla og nýars. Við opnum aftur 3. janúar.

Ökukennarafélag Íslands óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.