Fréttir & tilkynningar

14. apríl 2021

Ökukennsla leyfð 15. apríl

Samkvæmt frétt Stjórnarráðsins sem kom út 13.apríl verður ökukennsla leyfð að nýju frá og með fimmtudeginum 15. apríl.

24. mars 2021

Ökukennsla bönnuð

Bann við ökukennslu tekur gildi á miðnætti í kvöld og gildir það í 3 vikur. Frétt vegna hertra sóttvarnaaðgerða má finna á vef Stjórnarráðsins hér

21. janúar 2021

Nýr vefur Ökukennarafélagsins

Ökukennarafélag Íslands hefur fengið nýjan vef, en enn er verið að vinna í honum.

Námsefni á vefnum er ekki aðgengilegt sem stendur og eru verðin þar inni ekki rétt. Hægt er að kaupa námsbókina Út í umferðina á gömlu vefversluninni á slóðinni www.vefverslun.aka.is

26. október 2020

Áríðandi COVID-19 tilkyninng - ökukennsla óheimil um land allt


Við viljum benda á frétt sem var að birtast á vef Samgöngustofu um mat heilbrigðisráðuneytisins að verklegt ökunám sé óheimilt um land allt vegna COVID-19.


Tekið af vef Samgöngustofu:


Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum og hertar aðgerðir tók gildi 20. október og gildir til og með 10. nóvember 2020. Ýmis starfsemi sem krefst snertingar eða hætta er á snertingu á milli fólks eða mikilli nálægð, eða þar sem notkun á sameiginlegum búnaði getur haft smithættu í för með sér er áfram óheimil.


Það er mat heilbrigðisráðuneytis að verklegt ökunám, þar sem ekki er unnt að viðhalda 2 metra nálægðartakmörkun, er óheimilt á gildistíma reglugerðar nr. 958/2020. Það skal tekið fram að framangreindar takmarkanir taka ekki til aðstæðna þar sem smithætta vegna nándar er ekki til staðar eða unnt er að virða 2 metra nálægðartakmörkun, t.d. ef ökukennari er ekki í sama ökutæki og nemandinn.


Fréttina má sjá hér


 


 
20. október 2020

COVID-19: Sóttvarnaaðgerðir vegna Ökukennslu


Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar gilda enn sömu reglur um ökukennslu.


Til og með 3. nóvember 2020 er ökukennsla óheimil á höfuðborgarsvæðinu.


Þau sveitafélög sem falla undir höfuðborgarsvæðið er Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær, Mosfellsbær, Kjósahreppur, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær og Kópavogsbær.


Fyrir utan höfuðborgarsvæðið er ökukennsla heimil, en skylda er að nota andlitsgrímur þar sem ekki hægt er að tryggja 2 metra fjarlægð.


ATH! Öll ökukennsla á höfuðborgarsvæðinu er óheimil, þannig ekki er leyfilegt fyrir ökukennara sem starfa utan þess svæðis að koma með ökunema á höfuðborgarsvæðið og taka tíma þar.


 


Reglugerðir um sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi 20. október


 

7. október 2020

COVID-19: Hertar sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu


Vegna banns Heilbrigðisráðherra er verkleg ökukennsla á höfuðborgarsvæðinu óheimil þar sem nálægð er minna en 2 metrar.


Bannið tekur gildi 7. október og stendur til og með 19. október.


Ökuskóli 3 hefur lokað á námskeið frá og með 7. október þar til aðstæður breytast.


Ökupróf
Verkleg próf falla niður frá og með 7.október, en unnt verður að halda bóklegum prófum áfram með takmörkunum.


Þó svo að bannið gildi einungis á höfuðborgarsvæðinu þá viljum við biðja ökukennara utan höfuðborgarsvæðisins að gæta sérstaklega vel að sér, hún er lúmsk þessi veira.


Tilkynning frá Heilbrigðisráðherra má finna hér.


 


 

18. júní 2020

BE réttindi


Aukinn áhugi er meðal ökumanna að ná sér í kerruréttindi þessa dagana (BE réttindi).


Þeir sem tóku bílprófið, B réttindi, fyrir 15. ágúst 1997 fengu sjálfkrafa B og BE réttindi.




kerra1


B réttindi:
Réttindi til að aka bifreið sem er skráð að hámarki 3500 kg að heildarþyngd og draga eftirvagn að auki sem er skráður að hámarki 750 kg að heildarþyngd.




kerra2


B réttindi:
Gefa að auki réttindi til að aka bifreið og eftirvagn sem eru samtals 3500 kg að skráðri heildarþyngd.




kerra3


BE réttindi: 
Gefa réttindi til að aka bifreið sem er skráð að hámarki 3500 kg að heildarþyngd og draga eftirvagn að auki sem er skráður að hámarki 3500 kg að heildarþyngd.


Leyfð heildarþyngt bifreiðar og eftirvagns er því alls 7000 kg.


ATH óheimilt er að draga þyngri eftirvagn en bifreiðin má draga. Í skráningarskírteini bílsins kemur fram hversu þungan eftirvagn bifreiðin má draga.


 

18. júní 2020

Viðhorfsmótun ungra ökumanna


Þann 12. október 2019 hélt Landsbjörg ráðstefnuna Slysavarnir, þar sem ökukennarinn Þórður Bogason hélt fyrirlestur um viðhorfsmótun ungra ökumanna. 


Fyrirlesturinn var 43 mínútur að lengd og hægt er að sjá hann hér.

23. mars 2020

Bann við ökukennslu

Vegna banns heilbrigðisráðherra er ökukennurum óheimilt að sinna verklegri ökukennslu þar sem nálægð er minna en 2 metrar milli kennara og nemanda.

Bannið tekur gildi frá og með miðnætti aðfaranótt þriðjudagsins 24. mars.

Ökuskóli 3 hefur lokað á námskeið frá og með mánudeginum 23. mars þar til aðstæður breytast.

Ökupróf

Verkleg próf falla niður frá og með þriðjudeginum 24. mars en unnt verður að halda bóklegum prófum áfram þar til annað kemur í ljós.

16. mars 2020

Vegna COVID-19


Þar sem allir eru að spá í hvað við ökukennarar eigum að gera á þessum COVID-19 tímum þá viljum við benda á:


Varðandi kennslu útí bíl þá eru hlutirnir ekki nægjanlega á hreinu. Við mælum með að ökukennarar kynni sér fyrirmæli stjórnvalda um samkomubann


Hvað getum við gert?



  • Almennt hreinlæti, handþvottur, þrif á bíl á milli nemenda og fatnaði, sprittun.

  • Ath. að hreinsa þarf alla snertifleti s.s. stýri, gírstöng, stefnuljósarofa, handföng, spegil, sætisstillingar o.fl o.fl.

  • Að biðja nema að þvo sér um hendurnar fyrir og eftir ökutímann.

  • Að vera í hönskum eykur vörn, einnig að bjóða nemum einnota hanska og að spritta sig.

  • Við getum beðið ökunema um að koma ekki í tíma ef grunur leikur á smithættu, einkenni kvefs eða flensu. Einnig ef þeir hafa verið í samneyti við fólk sem hefur verið í sóttkví, einangrun eða greinst sýkt af COVID-19.

  • Við getum reynt að draga úr kennslu, skera niður nemendafjölda á degi hverjum og reynt þannig að dreifa álaginu og minnka smithættu.

  • Við viljum benda ökukennurum á að það minnkar hættu á smiti að vera ekki með fleiri aðila í bílnum en ökunemann, ekki taka með vini og ekki láta nemendur sækja og skutla hvor öðrum.

  • Gefa okkur tíma til að hreinsa bílana á milli nemenda.


Athuga þarf að sum efni s.s. spritt geta skemmt innréttingu s.s. leður.
Viðbragðsaðilar nota Oxivir til sótthreinsunar leðurinnréttinga í bílum.


Það er öllum í sjálfsvald sett hvort þeir halda áfram kennslu eða taka hlé. Við viljum benda þeim ökukennurum sem eru komnir á efri ár og/eða eru haldnir undirliggjandi sjúkdómum að huga sérstaklega vel að sér.