Fréttir & tilkynningar

24. júní 2013

Gullmerki umferðarráðs veitt


Á fundi Umferðarráðs, fimmtudaginn 20. júní, voru þeir Sigurður Helgason og Guðbrandur Bogason sæmdir gullmerki ráðsins í þakklætisskyni fyrir ötult starf þeirra í þágu umferðaröryggis á Íslandi undanfarna áratugi.


Nánar um fréttina hér á vef Umferðarstofu


 

13. júní 2013

Viðvera formanns


Viðvera formanns


Formaður Ökukennarafélagsins er með fasta viðveru á skrifstöfu félagsins á miðviku- og föstudögum frá kl. 10:00 til 12:00 báða dagana.

30. maí 2013

Almennur félagsfundur 30.5.2013


Almennur félagsfundur var haldinn í húsnæði Ökukennarafélagsins að Þarabakka 30. maí 2013, kl. 20.00-22.00.


Fundarefni:



  1. Kynning á könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands á starfsskilyrðum ökukennara. Skýrsla Félagsvísindastofnunar er kominn inn á heimasíðu ÖÍ og verður send félagsmönnum í tölvupósti.

  2. Kynning á samstarfsverkefni Ökukennarafélagsins með Grensásdeild um aksturshæfnimatsstöð. Markmiðið er að stöðin meti aksturshæfni m.a. þeirra er eiga við þroskahamlanir, hafa slasast eða veikst o.s.frv.. Leitað hefur verið tilboða í vél- og hugbúnað í Þýskalandi.

Ritari
25. mars 2013

Könnun á framtíðarhorfum ökukennslu


Í gangi er könnun á framtíðarhorfum ökukennslu á vegum ÖÍ og Félagsvísindastofununar HÍ. Allir ökukennarar eru hvattir til þátttöku.
21. mars 2013

Ársþing Ökukennarafélags Íslands 2013


Ársþing Ökukennarafélags Íslands 2013 verður haldið þriðjudaginn 30. apríl að Grand Hotel Reykjavík og hefst kl. 14.00.


Nánari upplýsingar á lokuðu svæði heimasíðunnar.

21. mars 2013

Síðara bifhjólakennaranámskeið


Ágætu félagar.


Eins og áður hefurkomið fram mun nú á vordögum 2013 taka gildi endurskoðuð námskrá fyrirbifhjólanám. Þessari endurskoðun fylgja einnig nýjar kröfur í bifhjólaprófum. Að þessari endurskoðun hefur bifhjólanefnd Ökukennarafélags Íslands unnið náið með sérfræðingum Umferðarstofu. Með þessum nýju kröfum til náms og prófa fylgja margar merkar nýjungar á sviði bifhjólakennslu og -náms. Því hefurÖkukennarafélagið ákveðið að gangast fyrir námskeiði fyrir starfandi bifhjólakennara. Svo að námskeiðið verði metið sem endurmenntunarnámskeið þarf það að vera að lágmarki 7 tímar og mun það verða uppfyllt.


Staður: Borgartún 41, 105 Reykjavík (Kennslumiðstöð ÖÍ Kirkjusandi).



Tími og fyrirkomulag: 13.aprílkl. 8.30 til 16.30.



Skipting:




  • Kl. 8.30 til 10.30. Fræðileg kennsla í stofu.

  • Kl. 10.30 til 11.30. Munnlegt próf með sýnikennslu og verklegri hjólaskoðun.

  • Kl. 11.30 til 12.30. Hádegisverður.

  • Kl. 12.30 til 16.30. Verklegar æfingar á plani. Þátttakendum verður skipt í fjóra hópa. Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi með sín eigin bifhjól, lágmarks vélarstærð er 35kw eða um 500cc. Hafi þátttakendur ekki tök á að mæta á eigin hjóli er hægt að fá leigð bifhjól á staðnum en verð fyrir hjólaleigu er kr 12.000.




Gert er ráð fyrir 20 þátttakendum að hámarki að þessu sinni (og því er rétt að skrá sig sem fyrst). Síðar í vor er áætlað að halda annað námskeið ef næg þátttaka fæst og verður það auglýst síðar.



Námskeiðsgjald er kr. 39.000kr en skuldlausir félagsmenn ÖÍ fá 15.000 kr námsstyrk.



Leiðbeinendur verða: Björgvin Guðnason, Kjartan Þórðarson, Njáll Gunnlaugsson, Sigurður Jónasson og Þórður Bogason.



Þátttöku skal tilkynnatil skrifstofu Ökukennarafélags Íslands á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 5670360 í síðasta lagi 10. apríl 2013. Taka skal fram hvort þátttakandi mætir á eigin bifhjóli eða hvort hann hyggst leigja bifhjól.



Gott er að greiða fyrirfram með millifærslu: Kt. 420369-6709. Banki 115-26-16670.



Athugið! Á þessum árstíma er allra veðra von og því getur þurft að breyta dagsetningunni en að sjálfsögðu vonum við að svo verði ekki.



Stjórnin.

20. mars 2013

Síðustu forvöð að bóka á Top-Norden


Síðustu forvöð eru að bóka á TOP-NORDEN námskeiðið. Þeir sem hafa hugsað sér að taka þátt, bóki strax. Nánari upplýsingar eru hér neðar á síðunni og til þess að fá nánari upplýsingar þarf að smella á tengilinn þar.
18. mars 2013

Ö.Í. hélt námskeið fyrir bifhjólakennara


Ökukennarafélag Íslands stóð fyrir námskeiði fyrir bifhjólakennara til undirbúnings á breyttum kennsluháttum vegna breytinga á reglum um bifhjólapróf. Bifhjólanefnd félagsins hefur starfað í rúmt ár við undirbúning á upptöku þessara reglna og í nánu samstarfi við Kjartan Þórðarson hjá Umferðarstofu. Bifhjólanefndina skipa Sigurður Jónasar, Njáll Gunnlaugsson, Björgvin Guðnason og Þórður Bogason, þeir hafa verið sér og félaginu til sóma í störfum sínum, og unnið samfélaginu þarft verk, að ég best fæ séð. Nefndin hefur kynnt sér þessi mál erlendis og kynnt okkur félögum í ÖÍ það á félagsfundi og svo með þessu námskeiði, sem einnig telur sem eftirmenntun fyrir ökukennara. Þó tvísýnt sé með veður til bifhjólaaksturs á þessum árstíma og það liti vissulega illa út með það um tíma, þá slapp það eins og best mátti búast við, svalt 1 til 2 gráðu frost en bjart og stillt veður.



Við fyrstu sýn á skyggnum í kennslustofunni virtist sem brautin væri nokkuð flókin en ég hygg að eftir að við fórum að aka hana hafi flestir séð að svo er ekki. Nokkur gagnrýni kom fram í umræðum að það þyrfti mikið pláss fyrir brautina, rými sem oft væri torfundið. Telja má þó líklegt að það leysist. Nemendur æfðu verklega allar þrautir og einnig hvernig skoða skal bifhjól og ekki vafi á að þetta var nauðsynlegt að gera.



Þáttakendur voru víða að af landinu og einnig voru þarna prófdómarar frá Frumherja meðal þáttakenda en það er auðvitað mikilvægt að gagnkvæmur skilningur ríki á milli prófdómara og kennara og Umferðarstofu. Farið var yfir refsistigakvarðan og ekki varð vart við óánægju kennara með hann enda bifhjólanefndin búin að liggja yfir honum með Kjartani og því voru engir augljósir hnökrar á honum. Í umræðum um stigagjöfina komu þó fram nokkur áhugaverð sjónarmið t.d. með val á akreinum vegna umferðar í hliðargötum frá hægri. Kjartan benti á að akstur á vinstri akrein væri ekki alltaf tilefni til refsistiga, prófdómarar hefðu heimild til að meta hvort umferðaraðstæður réttlættu það.



Nokkrar umræður spunnust um bifhjólapróf að vetri en í rauninni kom engin afgerandi niðurstaða um það enda þetta ekki vettvangur til ákvarðana um það. En að mínu viti væri ástæða til að skoða það mál gaumgæfilega með tilliti til öryggis. Ef óhöpp henda í bifhjólaprófum sem rekja má til vetrarfæris þá gæti það orðið ökukennslu og prófunaraðila til mikils álithnekkis og boðið heim neikvæðri umræðu. Þar sem undafarin ár hafa einkennst af mildri veðráttu a.m.k. hér á höfuðborgarsvæðinu, þá er hugsanlega ekki ástæða til að binda þetta naglatímabilinu, en stoppa bifhjólapróf t.d. des, jan og febrúar, jafnvel mars. Þetta er nú bara sett hér fram til umhugsunar frekar en tillögur.



Fyrir mig sem nemanda á námskeiðinu og stjórnarmanns í félaginu er mikil ánægja með störf nefndarinnar og leyfi ég mér fyrir hönd stjórnar að þakka þeim og öllum sem lögðu nefndini lið kærlega fyrir. Það var líka ánægjulegt að sjá hve margir lögðu á sig langan veg að vestan, austan og norðan til að mæta á þetta námskeið, hafi þeir þökk og heiður fyrir.



Svavar Svavarsson ökukennari



2. febrúar 2013

Ársþing Ökukennarafélags Íslands 2013


Ársþing Ökukennarafélags Íslands 2013 verður haldið þriðjudaginn 30. apríl nk.


Nánar auglýst síðar.


Stjórn ÖÍ