Fréttir & tilkynningar

18. mars 2013

Ö.Í. hélt námskeið fyrir bifhjólakennara


Ökukennarafélag Íslands stóð fyrir námskeiði fyrir bifhjólakennara til undirbúnings á breyttum kennsluháttum vegna breytinga á reglum um bifhjólapróf. Bifhjólanefnd félagsins hefur starfað í rúmt ár við undirbúning á upptöku þessara reglna og í nánu samstarfi við Kjartan Þórðarson hjá Umferðarstofu. Bifhjólanefndina skipa Sigurður Jónasar, Njáll Gunnlaugsson, Björgvin Guðnason og Þórður Bogason, þeir hafa verið sér og félaginu til sóma í störfum sínum, og unnið samfélaginu þarft verk, að ég best fæ séð. Nefndin hefur kynnt sér þessi mál erlendis og kynnt okkur félögum í ÖÍ það á félagsfundi og svo með þessu námskeiði, sem einnig telur sem eftirmenntun fyrir ökukennara. Þó tvísýnt sé með veður til bifhjólaaksturs á þessum árstíma og það liti vissulega illa út með það um tíma, þá slapp það eins og best mátti búast við, svalt 1 til 2 gráðu frost en bjart og stillt veður.Við fyrstu sýn á skyggnum í kennslustofunni virtist sem brautin væri nokkuð flókin en ég hygg að eftir að við fórum að aka hana hafi flestir séð að svo er ekki. Nokkur gagnrýni kom fram í umræðum að það þyrfti mikið pláss fyrir brautina, rými sem oft væri torfundið. Telja má þó líklegt að það leysist. Nemendur æfðu verklega allar þrautir og einnig hvernig skoða skal bifhjól og ekki vafi á að þetta var nauðsynlegt að gera.Þáttakendur voru víða að af landinu og einnig voru þarna prófdómarar frá Frumherja meðal þáttakenda en það er auðvitað mikilvægt að gagnkvæmur skilningur ríki á milli prófdómara og kennara og Umferðarstofu. Farið var yfir refsistigakvarðan og ekki varð vart við óánægju kennara með hann enda bifhjólanefndin búin að liggja yfir honum með Kjartani og því voru engir augljósir hnökrar á honum. Í umræðum um stigagjöfina komu þó fram nokkur áhugaverð sjónarmið t.d. með val á akreinum vegna umferðar í hliðargötum frá hægri. Kjartan benti á að akstur á vinstri akrein væri ekki alltaf tilefni til refsistiga, prófdómarar hefðu heimild til að meta hvort umferðaraðstæður réttlættu það.Nokkrar umræður spunnust um bifhjólapróf að vetri en í rauninni kom engin afgerandi niðurstaða um það enda þetta ekki vettvangur til ákvarðana um það. En að mínu viti væri ástæða til að skoða það mál gaumgæfilega með tilliti til öryggis. Ef óhöpp henda í bifhjólaprófum sem rekja má til vetrarfæris þá gæti það orðið ökukennslu og prófunaraðila til mikils álithnekkis og boðið heim neikvæðri umræðu. Þar sem undafarin ár hafa einkennst af mildri veðráttu a.m.k. hér á höfuðborgarsvæðinu, þá er hugsanlega ekki ástæða til að binda þetta naglatímabilinu, en stoppa bifhjólapróf t.d. des, jan og febrúar, jafnvel mars. Þetta er nú bara sett hér fram til umhugsunar frekar en tillögur.Fyrir mig sem nemanda á námskeiðinu og stjórnarmanns í félaginu er mikil ánægja með störf nefndarinnar og leyfi ég mér fyrir hönd stjórnar að þakka þeim og öllum sem lögðu nefndini lið kærlega fyrir. Það var líka ánægjulegt að sjá hve margir lögðu á sig langan veg að vestan, austan og norðan til að mæta á þetta námskeið, hafi þeir þökk og heiður fyrir.Svavar Svavarsson ökukennari2. febrúar 2013

Ársþing Ökukennarafélags Íslands 2013


Ársþing Ökukennarafélags Íslands 2013 verður haldið þriðjudaginn 30. apríl nk.


Nánar auglýst síðar.


Stjórn ÖÍ

28. ágúst 2012

Heimsókn bifhjólakennara til Svíþjóðar og Danmörku


Bifhjólanefnd Ökukennarafélagsins (Björgvin Guðnason, Njáll Gunnlaugsson og Sigurður Jónasson) og fulltrúar Ökuskólans í Mjódd (Guðbrandur Bogason og Þórður Bogason) fóru í námsferð til Svíþjóðar og Danmerkur dagana 19. til 22. ágúst sl.


Í ferðinni var heimsóttur stór mótorhjólaklúbbur, SMC, í Uppsölum í Svíþjóð og fylgst með æfingum:

Einnig var farið á námskeið í áhættuvarnarakstri hjá Eksjö-traffikskole í Svíðþjóð. Voru menn á einu máli um að gott námskeið hafi verið að ræða:

Þá var aksturskennslusvæðið á Bulltofta í Malmö heimsótt og þar fengu menn kynningu á framkvæmd prófa. Hér má sjá prófdómara bifhjóla við hjólið sem hann ekur í verklegu prófi:

Á myndinni hér fyrir neðan má sjá kennara á Bulltofta útskýra fyrir okkar mönnum framkvæmd prófa:
Að lokum var farið til SAK í Kaupmannahöfn þar sem menn kynntust fyrirkomulagi og helstu nýjungum í bifhjólakennslu í Danmörku.


Það er von ÖÍ að ferðin stuðli að því að góð bifhjólakennsla á Íslandi verði betri en fyrirhugað er að kynna ferðina betur síðar.

3. júlí 2012

Frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa


Rannsóknarnefnd umferðarslysa lauk nýverið rannsókn fimm banaslysa í umferðinni sem urðu árið 2011. Niðurstöður rannsóknarinnar má sjá á heimasíðu nefndarinnar, rnu.is
27. júní 2012

Fréttir varðandi bifhjólanámUm þessar mundir er bifhjólanefnd félagsins ásamt Umferðarstofu að vinna að nýjungum í bifjólakennslu og verklegum prófkröfum. Gera má ráð fyrir að hið nýja kerfi verði tekið í notkun á fyrri hluta ársins 2013. Nýjar kröfur til kennslu og prófa verðar kynntar nánar áður en þær taka gildi.

11. maí 2012

Ökukennaradagurinn í Osló


Ökukennaradagurinn í Osló verður dagana 12. og 13. október. 


Undanfarin ár hefur norska ökukennarasambandið ATL boðið um miðjan október upp á fræðslu- og kynningaráðstefnu í Osló. Boðið verður upp á fróðlega og áhugaverða dagskrá eins og allir þeir, sem hafa sótt ökukennaradaginn, geta borið vitni um.


Í tengslum við ráðstefnuna hafa ökukennarar fengið tilboð um gistingu hjá:


Thon Hotell Slottsparken,
Wergelandsveien 5
0167 Oslo


Þar bjóða þeir gistingu fyrir:


Eins manns herbergi 925 norskar krónur


Tveggja manna herbergi 1225 norskar krónur.


 


Um þessar mundir er ódýrast að fljúga með Norwegian en það kostar nú frá 1290 Nkr. miðað við að farið verði á fimmtudegi og komið aftur á sunnudegi.


SAS býður einnig flug en það er á um 40.000 kr. (um 1700 Dkr.)


Svo er að sjálfsögðu Icelandair sem býður flug báðar leiðir frá 46.000 kr.


ÖÍ getur aðstoðað félagsmenn við bókun á herbergjum og flugi en félagið veitir ekki fjárstyrki til fararinnar. Vegna skráningar á ráðstefnuna þarf félagið að vita hverjir hyggjast sækja hana svo hægt sé að bóka viðkomandi.


Vefslóð á heimasíðu TraffikkLærerDagen er þessi: 


http://www.atl.no/artikkel/2769

10. apríl 2012

Frumvarp til nýrra umferðarlaga


Frumvarpi til nýrra umferðarlaga var dreift á Alþingi 27. mars 2012.


Sjá frumvarpið

25. janúar 2012

Almennir félagsfundir


Fundur var haldinn að Þarabakka 3 í Reykjavík fimmtudaginn 9. febrúar og annar á Greifanum á Akureyri laugardaginn 11. febrúar.
Á dagskrá var staða ökukennslu á Íslandi og önnur mál.