Skriflegt ökupróf

Skriflegt ökupróf hjá Frumherja

Hægt er að velja um

 • Hópapróf
 • Lesblindupróf
 • Einstaklingspróf

Hópapróf

Hópapróf fer fram í sal ásamt öðrum nemum. Einn prófdómari er í salnum á meðan á prófi stendur. Nemi sækjir um hópapróf á vef Frumherja.

Lesblindupróf

Lesblindupróf fer fram í sal ásamt 5 öðrum nemum. Einn prófdómari les upp spurningarnar fyrir nemanda. Í lokin gefst nemum kostur á að spyrja spurninga ef einhverjar eru. Nemi sækir um lesblindupróf með því að senda tölvupóst á okuprof@frumherji.is

Einstaklingspróf

Einstaklingspróf fara fram í sal ásamt prófdómara. Nemi sækir um einstaklingspróf með því að senda tölvupóst á okuprof@frumherji.is

Tungumál

Nemi hefur val um að taka skriflegt ökupróf á eftirfarandi tungumálum

 • Íslensku
 • Dönsku
 • Sænsku
 • Norsku
 • Ensku
 • Spænsku
 • Pólsku
 • Arabísku
 • Tælensku

Einnig er í boði að fara í túlkað próf. Þá þarf nemi að hafa samband við löggildann túlk. Túlkurinn bókar prófið með því að senda tölvupóst á okuprof@frumherji.is. Túlkuð próf fara fram í stofu ásamt prófdómara og túlk.

Staðsetning

Skrifleg ökupróf fara fram á eftirtöldum stöðum á Íslandi:

 • Reykjavík
 • Hafnarfirði
 • Reykjanesbæ
 • Akranesi
 • Ólafsvík
 • Patreksfirði
 • Ísafirði
 • Blönduós
 • Sauðárkrók
 • Akureyri
 • Húsavík
 • Egilsstaðir
 • Neskaupstaður
 • Höfn
 • Selfossi
 • Hvolsvelli
 • Vestmannaeyjum