Bílpróf

Upphaf náms

 • Nám má hefja 16 ára, það skal hefja með því að sækja um námsleyfi (umsókn um ökuskírteini) hjá Sýslumanni.
 • Þegar umsókn hefur verið skráð inn má hefja verklegt nám hjá ökukennara.

Ökuskóli 1

 • Þegar nemi hefur tekið 2-4 verklega aksturstíma skal hann hefja nám í Ö1 sem er að 12 lágmarki tímar.
 • Bóklegt og verklegt nám skal fléttast saman.

Æfingaakstur

Æfingaakstur - form.JPG
 • Þegar neminn hefur lokið að lágmarki 10 verklegum ökutímum og Ö1 getur hann, ef ökukennarinn telur hann tilbúinn til þess, sótt um æfingaleyfi.
 • Sótt er um leyfi hjá Sýslumanni ef öllum kröfum hefur verið fullnægt.
 • Ökukennarinn skal undirbúa leiðbeinandan t.d. með því að leiðbeinandinn fylgist með í að minnsta kosti einum ökutíma. Einnig bjóða sumir ökuskólar upp á sérstök námskeið fyrir leiðbeinendur.
 • Neminn þarf að hafi lokið Ö1 sem er að lágmarki 12 bóklegar kennslustundir.
 • Neminn þarf að hafa lokið að lágmarki 10  verklegum ökutímum.
 • Undirskrift ökukennara er staðfesting þess að kennarinn telji nemann hæfan.
 • Sýslumaður kannar hvort leiðbeinandinn sé hæfur.
 • Sé þessum skilyrðum fullnægt gefur Lögreglustjóri ( Sýslumaður) út æfingaleyfi.
 • Lengd á æfingaaksturstíma fer eftir aðstæðum nema og leiðbeinenda hverju sinni. Mest er gert ráð fyrir að tímabilið geti verið 15 mánuðir.
 • Fyrirkomulag getur verið með ýmsu móti. Æfingaakstur getur farið fram samhliða ökunámi og kennsluakstri eða hlé verið tekið á skyldubundnu námi meðan æfingaaksturinn fer fram.
 • Ekki er skylda að fara í æfingaakstur. Nemi getur lokið ökunámi án þess að hann sé framkvæmdur.

Ökuskóli 2

 • Næsta stig ökunáms er kennsluakstur með auknum kröfum og erfiðari verkefnum.
 • Fræðilegt nám í Ö2 hefst, 10 bóklegir kennslutímar.
 • Þegar nemi hefur lokið 14 verklegum kennslutímum, Ö1 og Ö2 (samtals 22 bóklegum tímum) getur hann farið í Ökuskóla 3, Ö3.

Ökuskóli 3

Ö3-mynd2.jpg
 • Ö3 er áfangi í ökunámi sem allir nemar skulu fara í.
 • Ö3 er 5 tíma nám:
  • 3 bóklegar kennslustundir.
  • 2 verklegir kennslutímar í bifreið.
 • 2 af bóklegu tímanum eru blanda af bóklegu námi, sýnikennslu og upplifun. Við þá kennslu er notað ýmiss  sérhæfður búnaður.
 • Fyrir verklegan hluta Ö3 er heimilt að nota skrikvagn.
 • Ö3 = Áhættuvarnar akstur
 • Tilgangurinn er sá að neminn læri að skilja og forðast þær hættur sem geta skapast ef hann beitir ekki ökutækinu rétt miðað við aðstæðu hverju sinni. Einnig að hann skilji mikilvægi þess að mæta ávallt rétt allan öryggisbúnað ökutæki síns.

Ö3-mynd3.jpg

Ö3-mynd1.jpg

Fræðilegt ökupróf

 • Þegar Ö3 er lokið er eðlilegt að neminn stefni að fræðilegu prófi jafnframt því að hann taki einhverja verklega kennslutíma með ökukennaranum.
 • Hægt er að bóka fræðilegt próf hjá Frumherja.
 • Passað sé upp á að ljúka öllu markmiðum námskrár.

Verklegt ökupróf

 • Þegar neminn telst tilbúinn að mati ökukennarans fer hann í verklegt lokapróf.
 • Lámarkstímar í námi skulu vera 25 bóklegir og 17 verklegir.
 • Ökukennari bókar nemann í verklegt próf hjá Frumherja.

Að loknu ökuprófi

 • Að verklegu prófi loknu fær neminn bráðabirgðaökuskírteini sem gildir í 3 ár.
 • Á því tímabili er fylgst með aksturháttum nemans og brot hans skráð í punktakerfi.

Fullnaðarskírteini

okuskirteini-framhlid.jpg

okuskirteini-afturhlid.jpg
 • Ef neminn hefur ekki fengið neinn refsipunkt í fulla 12 mánuði getur hann fengið að sækja um fullnaðarökuskírteini, þetta eru nokkurs konar verðlaun fyrir góða hegðun í umferðinni.
 • Ökunámi lýkur formlega með sérstöku akstursmati hjá ökukennara og að því loknu útgáfu fullnaðarökuskírteinis sem gildir í 15 ár.

Sérstök námskeið og refsipunktar

Á bráðabirgðaskírteini

 • Þeir sem fá 4 eða fleiri refsipunkta eru settir í akstursbann sem er aflétt eftir að ökumaðurinn hefur sótt 12 kennslustunda sérstakt námskeið vegna akstursbanns, tekið 2 verklega ökutíma og endurtekið ökuprófið.

Á fullnaðarskírteini

 • Þeir sem fá 12 refsipunkta eru sviptir ökuskírteini í 3 mánuði.
 • Ökumaður þarf að taka 6 kennslustunda sérstakt námskeið ef hann er sviptur:
  • vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða ávana- og fíkniefna í annað sinn,
  • vegna fjölda punkta samkvæmt punktakerfi,
  • lengur en í 12 mánuði