Um félagið

( úr lögum félagsins )

1.gr. Félagið heitir Ökukennarafélag Íslands. Félagið mynda þeir sem hlotið hafa löggildingu til ökukennslu. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

Tilgangur:

  1. gr. Tilgangur félagsins er:
    1. Að vinna að bættri umferðarmenningu.
    2. Að upplýsa félagsmenn um nýjungar í kennslu og kennslufræði og vera þeim innan handar um útvegun kennsluefnis. Jafnframt skal félagið koma fram sem fulltrúi félagsmanna gagnvart hinu opinbera og almenningi um allt það er varðar hagsmuni félagsmanna, ökunema og ökukennslu.
    3. Að taka þátt í starfi samtaka bæði innlendra og erlendra, sem vinna að hagsmunum ökukennslu og bættri umferðarmenningu. Ökukennarafélag Íslands tilnefnir aðila í stjórnir þessara samtaka eftir því sem við á, en þær starfa sjálfstætt og bera ábyrgð, hver á sínu starfssviði.