Ný reglugerð um umferðarmerki

tekur gildi 1. mars

feb. 29, 2024, 11:26 morgun

Ný reglugerð (nr. 250/2024) um umferðarmerki og notkun þeirra tekur gildi 1. mars 2024. Eldri umferðarmerki halda gildi sínu þar til þau verða fjarlægð eða þeim er skipt út. Gera má ráð fyrir að nemendur í skriflegu ökupróf verði spurðir út í nýju merkin frá 1. september en eftir 1. mars má gera ráð fyrir að nemendur verði ekki spurðir út í merki sem fallið hafa út úr reglugerðinni.

Á vef Samgöngustofu má finna ítarlegar upplýsingar um nýju reglugerðina, nýtt flokkunarkerfi og merki og þær breytingar sem hafa átt sér stað innan viðkomandi flokks

https://island.is/s/samgongustofa/umferdarmerki