26 nýir ökukennarar útskrifaðir

júní 19, 2024, 2:28 eftirmiðdegi

Föstudaginn 14. júní sl. útskrifuðust 26 nýir ökukennarar frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Námsbrautin er kennd í samstarfi við Samgöngustofu og Menntavísindasvið HÍ og samsvarar 30 ECTS einingum.

Ökukennarafélag Íslands óskar þeim til hamingju með áfangann og óskar þeim velfarnaðar í starfi.