Í tengslum við Ársþing Ö.Í. bauð BL ökukennurum í heimsókn.

Þeir fræddu ökukennara um þá bíla sem þeir höfðu upp á að bjóða og ökukennurum gafst tækifæri á að fá upplýsingar um bíla sem geta hentað í ökukennslu. Auk þess voru tilboð á völdum bílum.

 

Í kringum Ársþing Ö.Í. í apríl var haldið endurmenntunarnámskeið ökukennara.

Svanberg Sigurgeirsson og Holger Torp fóru yfir áherslur í ökunámi og ökuprófum.

Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi Sæmundsson sálfræðingar fóru í gegnum það hvernig hægt er að verða betri sem fagmenn og að ná hámarki í lífi og starfi.

Að lokum hélt Sigurjón Þórðarson fyrirlestur og hópastarf um fagmennsku ökukennarans og hvernig hægt væri að líta inn á við.

Námskeiðið var vel sótt, en hátt í 60 ökukennarar sóttu námskeiðið.

 

Í lok janúar hélt Ökukennarafélag Íslands námskeið í skyndihjálp og notkun slökkvitækja fyrir félagsmenn.

Jón Pétursson fór yfir notkun á slökkvitækjum við hina ýmsu elda og Ólafur Ingi Grettisson fór í gegnum skyndihjálp með þátttakendum.

Námskeiðið gekk vel og var almenn ánægja með námskeiðið.

Vakin er athygli á breyttum opnunartíma á skrifstofu Ökukennarafélags Íslands.

Opnunartíminn er frá mánudögum til föstudaga frá kl. 10:00 - 12:00

efa logo mynd

efa logo texti

ntulogo

Já - 40.2%
Nei - 54.6%
Hlutlaus - 5.2%

Fjöldi þáttakenda: 97
Þessari könnun lauk on: Mars 7, 2020