Aukin ökuréttindi

  • Ef nemi er nú þegar með aukin ökuréttindi og er að bæta við sig fleiri réttindum getur fjöldi bóklegra og verklegra kennslustunda fækkað.
  • Hver kennslustund er 45 mínútur að lengd.

Leigubílaréttindi, B - flokkur í atvinnuskyni

  • Réttindaaldur: 20 ára
  • Veitir réttindi til að stjórna bifreið í B-flokki til farþegaflutninga í atvinnuskyni
  • Umsækjandi um ökuskírteini fyrir B-flokk í atvinnuskyni skal hafa fullnaðarskírteini fyrir B-flokk.
  • Bóklegar kennslustundir: 68
  • Verklegar kennslustundir: 3

C1 - flokkur í atvinnuskyni

  • Réttindaaldur: 18 ára
  • Veitir rétt til að stjórna bifreið:
    • sem gerð er fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns,
    • sem er meira en 3.500 kg en ekki meira en 7.500 kg að leyfðri heildarþyngd,
    • sem tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd,
    • til vöruflutninga í atvinnuskyni,
  • Umsækjandi um ökuskírteini fyrir C1-flokk skal hafa fullnaðarskírteini fyrir B-flokk.
  • Bóklegar kennslustundir: 78
  • Verklegar kennslustundir: 8

D1 - flokkur í atvinnuskyni

  • Réttindaaldur: 21 árs
  • Veitir rétt til að stjórna bifreið:
    • sem er ekki lengri en 8 m,
    • sem er gerð er fyrir 16 farþega eða færri auk ökumanns,
    • sem tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd,
    • til farþegaflutninga í atvinnuskyni
  • Umsækjandi um ökuskírteini fyrir D1-flokk skal hafa fullnaðarskírteini fyrir B-flokk.
  • Bóklegar kennslustundir: 78
  • Verklegar kennslustundir: 8

C - flokkur

  • Réttindaaldur: 21 árs
  • Veitir réttindi til að stjórna bifreið:
    • sem gerð er fyrir 8 farþega eða færri auk ökumanns,
    • er meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd,
    • sem tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd
    • til vöruflutninga í atvinnuskyni.
  • Umsækjandi um ökuskírteini fyrir C-flokk skal hafa fullnaðarskírteini fyrir B-flokk.
  • Bóklegar kennslustundir: 84
  • Verklegar kennslustundir: 12

D - flokkur

  • Réttindaaldur: 23 ára
  • Veitir réttindi til að stjórna bifreið:
    • sem gerð er fyrir fleiri en 8 farþega auk ökumanns,
    • sem tengja má við eftirvagn/tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd,
    • til farþegaflutninga í atvinnuskyni
  • Umsækjandi um ökuskírteini fyrir D-flokk skal hafa fullnaðarskírteini fyrir B-flokk.
  • Bóklegar kennslustundir: 100
  • Verklegar kennslustundir: 12

C1E - flokkur

  • Réttindaaldur: 18 ára
  • Veitir rétt til að stjórna bifreið
    • í C1-flokki með eftirvagn/tengitæki meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd og má leyfð heildarþyngd vagnlestar ekki vera meiri en 12.000 kg,
    • í B-flokki með eftirvagn/tengitæki meira en 3.500 kg að leyfðri heildarþyngd og má leyfð heildarþyngd vagnlestar ekki vera meiri en 12.000 kg, ,
    • í B-flokki með eftirvagn/tengitæki í BE-flokki.
  • Umsækjandi um ökuskírteini fyrir C1E-flokk skal hafa skírteini fyrir C1-flokk.
  • Bóklegar kennslustundir: 4
  • Verklegar kennslustundir: 4

D1E

  • Réttindaaldur: 21 árs
  • Veitir rétt til að stjórna bifreið
    • í D1-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd,
    • B-flokki með eftirvagn/tengitæki í BE-flokki
  • Umsækjandi um ökuskírteini fyrir D1E-flokk skal hafa skírteini fyrir D1-flokk.
  • Bóklegar kennslustundir: 4
  • Verklegar kennslustundir: 4

CE - flokkur

  • Réttindaaldur: 21 árs
  • Veitir rétt til að stjórna bifreið
    • í C-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd,
    • í B- og C1-flokki sem tengja má við eftirvagn/tengitæki í BE- og C1E-flokki,
    • D1- og D-flokki með eftirvagn/tengitæki í D1E- og DE-flokki enda hafi viðkomandi réttindi fyrir D1- og D-flokk.
  • Umsækjandi um ökuskírteini fyrir CE-flokk skal hafa skírteini fyrir C-flokk.
  • Bóklegar kennslustundir: 4
  • Verklegar kennslustundir: 7

DE - flokkur

  • Réttindaaldur: 23 ára
  • Veitir rétt til að stjórna bifreið
    • í D-flokki með eftirvagn/tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd,
    • í B- og D1-flokki með eftirvagn/tengitæki í BE- og D1Eflokki.
  • Umsækjandi um ökuskírteini fyrir DE-flokk skal hafa skírteini fyrir D-flokk.
  • Bóklegar kennslustundir: 4
  • Verklegar kennslustundir: 7