Námskeið í tengslum við Ársþing Ö.Í.

maí 16, 2018, 10:59 morgun


 


Í kringum Ársþing Ö.Í. í apríl var haldið endurmenntunarnámskeið ökukennara.


Svanberg Sigurgeirsson og Holger Torp fóru yfir áherslur í ökunámi og ökuprófum.


Jóhann Ingi Gunnarsson og Bragi Sæmundsson sálfræðingar fóru í gegnum það hvernig hægt er að verða betri sem fagmenn og að ná hámarki í lífi og starfi.


Að lokum hélt Sigurjón Þórðarson fyrirlestur og hópastarf um fagmennsku ökukennarans og hvernig hægt væri að líta inn á við.


Námskeiðið var vel sótt, en hátt í 60 ökukennarar sóttu námskeiðið.